Helgi Már skoraði 20 stig gegn Danny Green Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:00 Helgi Már í umræddum leik gegn Danny Green. Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon man vel eftir því þegar hann spilaði gegn Danny Green í háskólaboltanum. Green hefur farið á kostum með liði San Antonio Spurs gegn Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Fyrir fjórða leik liðanna var Green stigahæstur allra leikmanna liðanna. Staðan í einvíginu er 2-2 en fimmti leikurinn fer fram í nótt. „Ég var á síðasta árinu hjá Catwaba og hann var á fyrsta ári hjá háskólanum í Norður-Karólínu," segir Helgi í samtali við Vísi. Lið Helga var í b-deild en lið hans mætti stórliði fylkisins í upphitunarleik fyrir tímabilið veturinn 2005-2006. „Ég man að þeir voru með ungt og óreynt lið á móti okkur. Þeir voru pínulítið spurningamerki fyrir tímabilið," segir Helgi. Helga sjálfum gekk vel í leiknum en hann skoraði 20 stig. Það hvarflaði ekki að Helga í leiknum að Green ætti eftir að verða í stóru hlutverki í úrslitaeinvígi NBA einn daginn. „Nei, langt í frá. Ég held að það hafi ekki komið upp í kollinn á mörgum fyrir þetta tímabil," segir Helgi. Hann minnir á að Green hafi verið látinn fara frá félögum á borð við Cleveland Cavaliers og sömuleiðis San Antonio Spurs. Þá sé ekki langt síðan hann spilaði með liði í Slóveníu.Danny Green (lengst til vinstri) ásamt kempunum Tony Parker og Tim Duncan.Nordicphotos/AFPHelgi man ekki svo glöggt hvernig Green stóð sig í umræddum leik. Hann man þó að Tyler Hansbrough var á varamannabekk andstæðinganna en Hansbrough leikur í dag með Indiana Pacers. „Hann var nýliði þarna en hann er líklega einn besti háskólaleikmaður allra tíma. Hann er í það minsta ofarlega á lista," segir Helgi. Hann hafi verið mjög góður í háskóla og sé þokkalegasti NBA-leikmaður. Helgi hefur fylgst vel með gangi mála í úrslitakeppni NBA. Hann segist horfa á leikina á morgnana með nýfæddum syni sínum. Helgi, sem er gallharður stuðningsmaður New York Knicks, heldur með San Antonio í einvíginu. „Ég held með körfuboltanum og Spurs spilar miklu fallegri bolta." Fimmti leikur liðanna í Texas hefst á miðnætti í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Helgi Már leikur með uppeldisfélagi sínu KR. NBA Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon man vel eftir því þegar hann spilaði gegn Danny Green í háskólaboltanum. Green hefur farið á kostum með liði San Antonio Spurs gegn Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Fyrir fjórða leik liðanna var Green stigahæstur allra leikmanna liðanna. Staðan í einvíginu er 2-2 en fimmti leikurinn fer fram í nótt. „Ég var á síðasta árinu hjá Catwaba og hann var á fyrsta ári hjá háskólanum í Norður-Karólínu," segir Helgi í samtali við Vísi. Lið Helga var í b-deild en lið hans mætti stórliði fylkisins í upphitunarleik fyrir tímabilið veturinn 2005-2006. „Ég man að þeir voru með ungt og óreynt lið á móti okkur. Þeir voru pínulítið spurningamerki fyrir tímabilið," segir Helgi. Helga sjálfum gekk vel í leiknum en hann skoraði 20 stig. Það hvarflaði ekki að Helga í leiknum að Green ætti eftir að verða í stóru hlutverki í úrslitaeinvígi NBA einn daginn. „Nei, langt í frá. Ég held að það hafi ekki komið upp í kollinn á mörgum fyrir þetta tímabil," segir Helgi. Hann minnir á að Green hafi verið látinn fara frá félögum á borð við Cleveland Cavaliers og sömuleiðis San Antonio Spurs. Þá sé ekki langt síðan hann spilaði með liði í Slóveníu.Danny Green (lengst til vinstri) ásamt kempunum Tony Parker og Tim Duncan.Nordicphotos/AFPHelgi man ekki svo glöggt hvernig Green stóð sig í umræddum leik. Hann man þó að Tyler Hansbrough var á varamannabekk andstæðinganna en Hansbrough leikur í dag með Indiana Pacers. „Hann var nýliði þarna en hann er líklega einn besti háskólaleikmaður allra tíma. Hann er í það minsta ofarlega á lista," segir Helgi. Hann hafi verið mjög góður í háskóla og sé þokkalegasti NBA-leikmaður. Helgi hefur fylgst vel með gangi mála í úrslitakeppni NBA. Hann segist horfa á leikina á morgnana með nýfæddum syni sínum. Helgi, sem er gallharður stuðningsmaður New York Knicks, heldur með San Antonio í einvíginu. „Ég held með körfuboltanum og Spurs spilar miklu fallegri bolta." Fimmti leikur liðanna í Texas hefst á miðnætti í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Helgi Már leikur með uppeldisfélagi sínu KR.
NBA Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli