Dorrit gerði ráð fyrir að Ólafur yrði ekki forseti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. júní 2013 12:55 Ólafur Ragnar og Dorrit eru glæsileg hjón. MYND/ANTON BRINK Dorrit Moussaieff forsetafrú flutti lögheimili sitt til Bretlands þegar hún taldi ekki vera horfur á því að Ólafur Ragnar yrði forseti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fyrir stundu. Út frá þessu gerði Dorrit ráð fyrir að geta sinnt störfum sínum í London meira. Einkum í ljósi þess að foreldrar hennar, sem eru búsettir þar, eru nú háaldraðir. Þeir eru skartgripasafnarar og er fjölskyldan vellauðug. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Hér er yfirlýsing Dorritar í heild sinni:Vegna frétta um breytingu á lögheimili mínu í fyrra vil ég taka eftirfarandi fram:Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir.Breytingin var gerð samkvæmt ráðleggingum lögfræðinga á grundvelli eftirfarandi lagaákvæða:„Ákvæði 7. gr. lögheimilislaga um að hjón eigi saman lögheimili verður að skoða í tengslum við ákvæði annarra laga sem fjalla um heimili, heimilisfesti og aðsetur. Má í því sambandi t.d. nefna ákvæði 2. mgr. 63. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. gr. sömu laga. Í þessum ákvæðum er fjallað um heimilisfesti manna á Íslandi og kemur fram í 63. gr., sem fjallar um hjón, að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar makinn sé skattskyldur ótakmarkað vegna heimilisfesti hér á landi, þ.e. með lögheimili, en hinn makinn með takmarkaða skattskyldu, þ.e. ekki með lögheimili hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum. Ákvæði 63. greinarinnar eiga einkum við erlenda ríkisborgara og með samningum við önnur ríki er t.d. átt við ákvæði tvísköttunarsamninga. Þá er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952 eru strangar reglur um að tilkynna skuli um aðseturskipti.“ Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú flutti lögheimili sitt til Bretlands þegar hún taldi ekki vera horfur á því að Ólafur Ragnar yrði forseti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fyrir stundu. Út frá þessu gerði Dorrit ráð fyrir að geta sinnt störfum sínum í London meira. Einkum í ljósi þess að foreldrar hennar, sem eru búsettir þar, eru nú háaldraðir. Þeir eru skartgripasafnarar og er fjölskyldan vellauðug. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Hér er yfirlýsing Dorritar í heild sinni:Vegna frétta um breytingu á lögheimili mínu í fyrra vil ég taka eftirfarandi fram:Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir.Breytingin var gerð samkvæmt ráðleggingum lögfræðinga á grundvelli eftirfarandi lagaákvæða:„Ákvæði 7. gr. lögheimilislaga um að hjón eigi saman lögheimili verður að skoða í tengslum við ákvæði annarra laga sem fjalla um heimili, heimilisfesti og aðsetur. Má í því sambandi t.d. nefna ákvæði 2. mgr. 63. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. gr. sömu laga. Í þessum ákvæðum er fjallað um heimilisfesti manna á Íslandi og kemur fram í 63. gr., sem fjallar um hjón, að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar makinn sé skattskyldur ótakmarkað vegna heimilisfesti hér á landi, þ.e. með lögheimili, en hinn makinn með takmarkaða skattskyldu, þ.e. ekki með lögheimili hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum. Ákvæði 63. greinarinnar eiga einkum við erlenda ríkisborgara og með samningum við önnur ríki er t.d. átt við ákvæði tvísköttunarsamninga. Þá er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952 eru strangar reglur um að tilkynna skuli um aðseturskipti.“
Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01