Handbolti

Þúsundir hafa þakkað Óla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Stefánsson er án nokkurs vafa besti handboltamaður sem Ísland hefur átt.
Ólafur Stefánsson er án nokkurs vafa besti handboltamaður sem Ísland hefur átt. Mynd/Anton

Ólafur Stefánsson leikur sinn síðasta landsleik á sunnudaginn þegar Ísland tekur á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins árið 2014.

Á vefsíðunni Takkoli.is hafa hátt í nítján þúsund manns sent örvhentu skyttunni kveðju og þakkað fyrir sig. Enn eru þrír dagar í að leikurinn fari fram og verður fróðlegt að sjá hve margar kveðjurnar verða.

Nokkrar vel valdar kveðjur má sjá hér að neðan.

Thorkell Holm Eyjolfsson

Þökk fyrir að hafa gefið Íslendingum loksins íþróttalið sem þeir geta verið stoltir af.

Jónheiður Haralds

Takk Óli, þú er frábær persónuleiki og hefur gefið mikið af sjálfum þér. Þú er góð fyrirmynd fyrir æsku Íslands.

Elísabet Ólafsdóttir

Takk Óli fyrir þitt framlag til landsliðsins og ómetanlega skemmtun í gegnum árin. Takk fyrir að vera frábær fyrirmynd fyrir alla íslendinga. Við eigum eftir að sakna þess að sjá þig ekki á vellinum. Gangi þér vel í framtíðinni.

Kolbrún Friðriksdóttir

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili. - Halldór Kiljan Laxness . Takk Óli fyrir allt og fyrir að vera alltaf þú.

Berglind Maríusdóttir

Takk fyrir allt Óli, þú ert flottastur, ég búin að fylgjast með þér frá byrjun, hélt alltaf með Val bara því þú varst þar ! Haltu áfram að vera svona bíb ..

Emilía B. Harðardóttir

Takk kærlega Óli fyrir að vera þú :) Það var svo æðislegt að fylgjast með þér í handboltanum. Ef það hefðu verið landsleikir á nóttu til hefði ég hiklaust vaknað. Það var alveg æðislegt að fylgjast með þér. Þessi fáu skipti sem þú varst ekki að spila, fannst manni leikurinn vera alveg ómögulegur. Maður hugsaði alltaf "ef Óli hefði verið, þá hefði hann reddað þessu og gert svona" (og kom svo með handahreyfingarnar og lýsingar). Þín verður sárt saknað. Hafðu það rosalega gott.

Vidar Thorsteinsson

Án þín hefði Þorgerður Katrín aldrei vitað hver Michel Foucault var. Takk Óli!

Svanhildur Jónsdóttir

ég ætlaði að skrifa svo snjalla kveðju til þín Óli, en er eiginlega bara orðlaus,,,takk fyrir allt í blíðu og stríðu,,, og ég óska þér velfarnaðar í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur.

Nói Páll Bjarkason

Takk óli ég æfi handbolta líka

Hannes Már Pétursson

Sá besti maður sem ég hef séð. Flottustu mörk sem ég hef séð. 1571 mörk er met fyrir mér. Ég er níu ára handboltagaur í HK og ætla sko að verða eins og þú þegar ég verð stór. Þú ert bestur. kveðja: Hannes Már Pétursson :)

Stefán Harðarson

Takk kærlega Óli fyrir allt sem þú hefur lagt inní þjóðfélagið, vona að það hætti ekki við þessi tímamót!

Guðmundur Fjalar Isfeld

Það verður löng bið í annan Óla. Til hamingju með allt sem þú hefur unnið þér inn, verðlaun sem virðingu, það er allt verðskuldað.

Ásgeir Þór Jónsson

Takk Óli. Ég var með þér í sturtu um daginn í laugardagslaug og við rákumst rétt saman hjá sápunni, eða eins og við köllum það í mínum heimabæ að "Rasskinnast", þú mannst ekkert eftir mér er það? Nei nei það er líka allt í lagi,verð ekki sár. En þú varst flottur þar eins og á vellinum. Takk fyrir að vera svona góður í handbolta og auðmjúkur. Gangi þér allt í haginn og að vera heimspekingur. Hipp hipp húrra hipp hipp húrra hipp hipp húrra. Sé þig í laugardagslaug sjommléééé

Metta Helgadóttir

Takk SNILLINGUR fyrir alla þína frábæru takta innan sem utan vallar. Sönn fyrirmynd allra ungra sem eldri íþróttamanna. Viska þín er sérstök og djúp og sjálfur ertu EINSTAKUR. Frábært að hafa fengið að fylgjast með frábærum íþróttaferli þínum. Takk Óli !!! (þér til gamans þá smellti ég inn á facebook í leitarflipann "takkoli" ...... hló með sjálfri mér þegar upp kom indverji.....hhehe) Með bestu kveðju Metta Helgadóttir

Oktavía Halldóra Ólafsdóttir

Þegar þú varst að byrja þinn feril áttirðu dyggan aðdáanda en það var faðir minn Ólafur Stefánsson og hann kallaði þig aldrei annað en nafna þegar hann var að horfa á leiki með þér. Sagði hann að nafni ætti eftir að ná langt í boltanum, sko nafna og sjáiði hvað nafni gerði :) Hann var stoltur af nafna þótt hann þekkti þig ekkert. En nú er nafni þinn látinn en fyrir hans og okkar hönd vil ég þakka þér frábæra skemmtun í gegnum tíðina og megi þér farnast vel.

Sigurdur Albert

Fyrirmynd allra - líka þeirra sem ekki spila handbolta :)

Melkorka Edda Freysteinsdóttir

Þú ert frábær Óli. Ég þekki þig ekki persónulega en einu sinni stóðum við upp á sviði saman í Norræna húsinu að syngja saman í Karokee. En allt sem ég hef séð frá þér og heyrt um þig er okkar landi til sóma. Bestu óskir í framtíðinni með hvað sem þú tekur þér fyrir hendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×