Handbolti

Stjörnustrákar lönduðu gulli í Barcelona

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stjörnustrákarnir með verðlaun sín. Þjálfari liðsins er Kristján Svan Kristjánsson og honum til aðstoðar var Björn Hólmþórsson.
Stjörnustrákarnir með verðlaun sín. Þjálfari liðsins er Kristján Svan Kristjánsson og honum til aðstoðar var Björn Hólmþórsson. Mynd/Aðsend
Þriðji flokkur karla hjá Stjörnunni í handbolta vann til gullverðlauna á Valero Rivera Trophy-mótinu sem fram fór í Barcelona á Spáni á dögunum.

Stjörnustrákarnir kepptu í flokki 19 ára og yngri og unnu sigur í öllum sínum leikjum. Hjálmtýr Alfreðsson var valinn verðmætasti leikmaður mótsins.

Valero Rivera, landsliðsþjálfari Spánverja sem mótið er nefnt eftir, hitti þjálfara liðanna og flutti fyrirlestur fyrir þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×