Ók inní hóp áhorfenda Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2013 11:30 Ökumaðurinn búinn að missa tök á bílnum Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent
Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent