Loeb rústaði Pikes Peak metinu Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2013 14:03 Peugeot bíll Loeb á leið upp fjallið Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent
Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent