Byrjum á slaginu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 23:27 Greinarhöfundur gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. mynd/getty „Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo! Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo!
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira