„Sérstakt að þetta hafi gerst sama dag“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. ágúst 2013 15:15 Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur áratugalanga reynslu af flugi. mynd úr safni Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“ Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira