Hin norska Anne Stine Haugen og hestur hennar Muni frá Kvistum eru efst eftir forkeppnina í fjórgangi á HM í Berlín en þau eiga titil að verja frá því á heimsmeistaramótinu í Austurríki fyrir tveimur árum.
Anne Stine Haugen og Muni frá Kvistum fengu einkunnina 8,20 en í rö0ðu sæti varð hin þýska Frauke Schenzel á Tígull vom Kronshof sem fengu 8,17 í einkunn.
Efsti Íslendingurinn er Jóhann R. Skúlason á Hnokki frá Fellskoti en þeir eru í fimmta sæti með einkunnina 7,80. Viðar Ingólfsson á Hrannari frá Skyggni er síðan í tíunda sætinu.
Það var mikil stemmning í Berlín á meðan keppni stóð en erfiðar aðstæður þar sem að það er mjög heitt í Berlínarborg í dag.
Það er hægt að sjá úrslit allrar forkeppninnar inn á hestafréttum.is eða með því að smella hér.
