Stóð á verði á meðan formaðurinn pissaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2013 13:18 Borghildur og stuðningsmenn FK Aktobe. Mynd/Samsett „Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira