Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst í Berlín á sunnudaginn kemur og verður mótinu gerð góð skil á miðlum 365, hvort sem er á Stöð 2 Sport eða hér á Vísi.
Heimsmeistaramótið er núna haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi sem og á meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta út um allan heim.
Vísir mun fjalla um heimsmeistaramótið á sínum vef en Vísir verður í samstarfi við Hestafréttir á meðan mótinu stendur. Það verður því hægt að finna fréttir og myndir frá mótinu inn á Vísi næstu dagana en mótið stendur frá 4. til 11. ágúst.
Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum.
Vísir og Hestafréttir í samstarf á HM í Berlín

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn