Seinasta plata Nirvana endurútgefin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. ágúst 2013 14:54 Nirvana á Live and Loud-tónleikum MTV. Frá vinstri: Kurt Cobain, Dave Grohl og Krist Novoselic. mynd/getty Senn eru liðin 20 ár frá dauða Kurts Cobain, söngvara, gítarleikara og lagasmið hljómsveitarinnar Nirvana. Þann 8. apríl 1994 fannst hann látinn á heimili sínu í borginni Seattle og er talið að hann hafi fyrirfarið sér þremur dögum áður. Gruggarar um víða veröld syrgðu þennan vinsæla tónlistarmann og fljótlega fóru samsæriskenningar að skjóta upp kollinum. Það er viðbúið að andlátsins verði minnst með einhverjum hætti næsta vor, en nú þegar hefur verið tilkynnt um endurútgáfu plötunnar In Utero í haust. Platan var þriðja og síðasta hljóðversplata Nirvana og kom út 13. september 1993. Upptökustjórn var í höndum hávaðaseggsins Steve Albini og þótti hljómurinn heldur groddalegri en á stjarnfræðilega vinsælum forveranum, plötunni Nevermind. Hljómsveitinni fannst sem pönkaðar lagasmíðarnar hefðu slípast fullmikið í höndum upptökustjórans Butch Vig, en hann hafði dregið fram poppuðustu og melódískustu hliðar sveitarinnar fram á Nevermind. Hljómsveitarmeðlimir voru hins vegar tvístígandi eftir að upptökum lauk og á síðustu stundu voru nokkur lög endurhljóðblönduð og heildarhljómurinn mýktur örlítið, þrátt fyrir mótbárur Albinis. Hráleikinn var þó enn til staðar og gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af In Utero. Fjölmargir aðdáendur sveitarinnar telja plötuna þá bestu sem hún gaf út, og að á henni hafi Nirvana fullkomnað hljóm sinn. Afmælisútgáfan kemur út þann 24. september og inniheldur þrjá geisladiska og einn DVD-disk. Platan verður þar bæði í upprunalegri og í endurhljómjafnaðri útgáfu, ásamt endurhljóðblönduðum tilraunaupptökum (demóum) og hinum frægu en áður ófáanlegu Live and Loud-tónleikum MTV í heild sinni.Harmsaga söngvara Nirvana fylgdi In Utero eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin í október. Að því loknu fór sveitin til Evrópu en þurfti að aflýsa ferðalaginu í byrjun marsmánaðar 1994 eftir að Cobain tók of stóran skammt af Rohypnoli í Róm og lenti á spítala. Þann 18. mars kallaði eiginkona Cobains, Courtney Love, eftir aðstoð lögreglu á heimili þeirra hjóna. Cobain var í sjálfsvígshugleiðingum og hafði læst sig inni í herbergi með byssu. Hann samþykkti í kjölfarið að fara í meðferð, en lét sig hverfa af meðferðarheimilinu 1. apríl og spurðist ekkert til hans fyrr en hann fannst látinn á heimili sínu viku síðar. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Senn eru liðin 20 ár frá dauða Kurts Cobain, söngvara, gítarleikara og lagasmið hljómsveitarinnar Nirvana. Þann 8. apríl 1994 fannst hann látinn á heimili sínu í borginni Seattle og er talið að hann hafi fyrirfarið sér þremur dögum áður. Gruggarar um víða veröld syrgðu þennan vinsæla tónlistarmann og fljótlega fóru samsæriskenningar að skjóta upp kollinum. Það er viðbúið að andlátsins verði minnst með einhverjum hætti næsta vor, en nú þegar hefur verið tilkynnt um endurútgáfu plötunnar In Utero í haust. Platan var þriðja og síðasta hljóðversplata Nirvana og kom út 13. september 1993. Upptökustjórn var í höndum hávaðaseggsins Steve Albini og þótti hljómurinn heldur groddalegri en á stjarnfræðilega vinsælum forveranum, plötunni Nevermind. Hljómsveitinni fannst sem pönkaðar lagasmíðarnar hefðu slípast fullmikið í höndum upptökustjórans Butch Vig, en hann hafði dregið fram poppuðustu og melódískustu hliðar sveitarinnar fram á Nevermind. Hljómsveitarmeðlimir voru hins vegar tvístígandi eftir að upptökum lauk og á síðustu stundu voru nokkur lög endurhljóðblönduð og heildarhljómurinn mýktur örlítið, þrátt fyrir mótbárur Albinis. Hráleikinn var þó enn til staðar og gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af In Utero. Fjölmargir aðdáendur sveitarinnar telja plötuna þá bestu sem hún gaf út, og að á henni hafi Nirvana fullkomnað hljóm sinn. Afmælisútgáfan kemur út þann 24. september og inniheldur þrjá geisladiska og einn DVD-disk. Platan verður þar bæði í upprunalegri og í endurhljómjafnaðri útgáfu, ásamt endurhljóðblönduðum tilraunaupptökum (demóum) og hinum frægu en áður ófáanlegu Live and Loud-tónleikum MTV í heild sinni.Harmsaga söngvara Nirvana fylgdi In Utero eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin í október. Að því loknu fór sveitin til Evrópu en þurfti að aflýsa ferðalaginu í byrjun marsmánaðar 1994 eftir að Cobain tók of stóran skammt af Rohypnoli í Róm og lenti á spítala. Þann 18. mars kallaði eiginkona Cobains, Courtney Love, eftir aðstoð lögreglu á heimili þeirra hjóna. Cobain var í sjálfsvígshugleiðingum og hafði læst sig inni í herbergi með byssu. Hann samþykkti í kjölfarið að fara í meðferð, en lét sig hverfa af meðferðarheimilinu 1. apríl og spurðist ekkert til hans fyrr en hann fannst látinn á heimili sínu viku síðar.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira