Óþekkjanleg amma - sjáðu muninn Ellý Ármanns skrifar 19. ágúst 2013 16:00 Lilja Ingvadóttir amma með meiru undirbýr sig þessa dagana fyrir bikarmótið í fitness sem fram fer í nóvember næstkomandi. Hún opnaði matardagbókina sína fyrir Lífinu og að ekki sé minnst á myndaalbúmið sitt.Lilja fyrir fjórum árum - 35 kg þyngri en hún er í dag.Æfir sex sinnum í vikuHvernig hefur þér gengið síðan á Íslandsmótinu í fitness í fyrra? „Mér hefur bara gengið vel bæði líkamlega og andlega. Fann fyrir svolítilli þreytu eftir keppnina, enda eðlilegt. Maður keyrði sig alveg í hámarki þarna í fjóra mánuði fyrir keppni þannig að það var gott að njóta sín í afslöppun og hvíld um páskana með fjölskyldunni. Annars fór ég strax á eftir í mina gömlu rútínu það er ég æfði sex sinnum í viku einu sinni á dag og hélt því áfram að sjálfsögðu. Ég hélt áfram í góða og hóflega matarræðinu sem að ég var búin að temja mér á síðastliðnum fjórum árum," segir Lilja. Stórglæsileg amma.Dugleg að hreyfa sig í sumarfríinu„Ég tók mér eitthvað smá sumarfrí en það er alltaf hreyfing að einhverju tagi í fríum einnig. Ég hef haldið mér bara mjög vel eftir keppni og verið vel meðvituð um allt þetta andlega sem getur gerst þegar maður fer aftur í eðlilegt form. Mér finnst mjög gaman að takast á við svona verkefni og að geta slakað aðeins á taumnum og njóta þess."Ertu byrjuð að undirbúa þig fyrir fitnesskeppnina í haust? „Já, strax eftir Íslandsmót IFBB um páskana þá fór ég að hugsa um að taka þátt í fleiri mótum. Þetta var svo gríðarlega skemmtilegt, mikil reynsla og lærdómur. Þannig að fljótlega var stefnan tekin á að keppa í bikarmóti IFBB sem fer fram í nóvember." „En ég tók endanlega ákvörðun í júní að taka þátt og byrjaði þá að keyra þetta í gang. Ég fór síðan á fullt núna í júlí og nú er allt komið í fimmta gírinn enda tólf vikur í mót."Lilja er dugleg að lyfta lóðum. Hér er hún í Sporthúsinu að taka á því.Gæti ekki verið heppnariTölum aðeins um ömmuhlutverkið? „Ég á einn æðislegan ömmustrák, Birgir Snæ, sem er átta mánaða gamall. Algert yndi. Ég er bara 41 árs gömul og varð mjög ung mamma þannig að það var við því að búast að maður gæti orðið ung amma. Mér finnst alveg frábært að gera þetta svona. Ég gæti ekki verið heppnari." Aldur aukaatriðiÁttu ráð til kvenna sem langar að keppa eins og þú í fitness? „Þetta er auðvitað hrikalega mikil vinna sem liggur á bakvið árangurinn og maður verður að gera sér grein fyrir því. En á þessum aldri er maður kannski sem best andlega undir það búinn að takast á við þetta og með aðstæður í kringum sig sem eru ákjósanlegar. En ég ráðlegg konum að setja aldrei aldurinn fyrir sig ef þær hafa alla burði til að keppa á slíku móti – flottustu konurnar þarna úti í heimi eru allar um og yfir þrítugt og oft á sínum hátindi í kringum fertugt – þannig að það er ekkert sem segir að konur geti ekki keppt „vegna aldurs”. Langt í frá."Lilja fyrir rúmum fjórum árum.Reynslunni ríkari „Ég hlakka til að takast enn á ný við þetta verkefni. Nú er ég reynslunni ríkari eftir síðasta mót. Ég hef lært hvernig líkaminn minn bregst við og get þá vonandi gert betur í þessum undirbúningi og komið enn betri til leiks. Þannig að það var aldrei spurning um að leggja bikiníið á hillunna - að minnsta kosti ekki í bili."Persónulegur sigur „Þetta er bara ótrúlegur persónulegur sigur sem vinnst með því að ná slíku markmiði og styrkir sjálfstraustið mikið. Það sem gleður mig líka er hvað þetta er smitandi, að fá fólk til að stunda heilbrigðan lífsstíl og sýna þá sérstaklega konum á mínum aldri að það er aldrei of seint að koma sér í frábært form hvort sem maður vill stíga á svið eða ekki. Gera þetta með gleði í hjarta og hafa gaman af því - það er algerlega þannig sem ég hugsa þetta. Þetta er það sem að fyllir mig gleði og tilhlökkun á hverjum degi - Ég geri þetta fyrir mig." segir þessi orkumikla amma.Dagur hjá Lilju þegar kemur að mataræði og æfingum „Nú er ég í niðurskurði þannig að dagarnir eru svona hjá mér næstu 12 vikurnar," útskýrir Lilja áður en hún byrjar á upptalningunni: 07:00 Brennsluæfing. 08:20 Morgunmatur sem samanstendur af próteinpönnukökum, vatni og kaffi. 09:20 Bailine rafmagnsstyrktarþjálfun í Skipholti. Það hjálpar til við að tóna vöðva, brenna fitu og styrkja húðina. Ég fer þangað þrisvar í viku. 10:00 Systrasel Heilsustofa – silklight meðferð. Þetta er dúndurmeðferð fyrir húðina, styrkir hana og eykur teygjanleika. Svo losar hún um stíflur og eykur sogæðaflæðið. Maður verður eins og unglamb á skrokkinn eftir þetta. Ég fer líka þrisvar í viku þangað. 11:00 – 1 epli. 12:00 – 17:00 Vinna. Ég starfa á Snyrtistofunni Mizu í Borgartúni 6 en ég er snyrtifræðimeistari. 13:00 Eggjakaka, fjórar eggjahvítur, spínat og kjúklingaskinka. 15:00 Tvær hafrakökur. Þá heimagerðar úr eggjahvítum, protein, haframjöli og kanil. 16:30 Fæ mér próteinsjeik með creatíni frá Sci-Mx fyrir æfingu. 17:00 -19:00 Lyftingar. Ég æfi undir handleiðslu Garðars Sigvaldasonar einkaþjálfara í Sporthúsinu en hann hefur fylgt mér í gegnum þetta allt saman. Þá tek ég 20-30 mínútna brennslu strax á eftir. Ég tek Xplode Pre-Workout frá Sci-Mx 20 mínútur fyrir æfingu til að fá aukið súrefnisflæði í vöðva og hámarka afköstin. Eftir æfingu tek ég einn skammt af próteini og creatíni. 19:30 – 20:00 Kjúklingabringa, sætar kartöflur og grænmeti (broccoli eða laukur). 22:00 GRS5 prótein og glútamín frá Sci-Mx fyrir svefninn. Með þessu tek ég yfir daginn Omega 3-6-9 & CLA fitusýrur, c-vítamín, ZMA (magnesium/zink) allt frá Sci-Mx. Ég drekk einungis vatn og stöku sinnum fæ ég mér kaffibolla yfir daginn. 22:00 Svefn. Hvíldin er mjög nauðsynleg og þörf til að fá vöðvana til að byggja sig upp.Fylgdu okkur á instagram: Heilsa Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Lilja Ingvadóttir amma með meiru undirbýr sig þessa dagana fyrir bikarmótið í fitness sem fram fer í nóvember næstkomandi. Hún opnaði matardagbókina sína fyrir Lífinu og að ekki sé minnst á myndaalbúmið sitt.Lilja fyrir fjórum árum - 35 kg þyngri en hún er í dag.Æfir sex sinnum í vikuHvernig hefur þér gengið síðan á Íslandsmótinu í fitness í fyrra? „Mér hefur bara gengið vel bæði líkamlega og andlega. Fann fyrir svolítilli þreytu eftir keppnina, enda eðlilegt. Maður keyrði sig alveg í hámarki þarna í fjóra mánuði fyrir keppni þannig að það var gott að njóta sín í afslöppun og hvíld um páskana með fjölskyldunni. Annars fór ég strax á eftir í mina gömlu rútínu það er ég æfði sex sinnum í viku einu sinni á dag og hélt því áfram að sjálfsögðu. Ég hélt áfram í góða og hóflega matarræðinu sem að ég var búin að temja mér á síðastliðnum fjórum árum," segir Lilja. Stórglæsileg amma.Dugleg að hreyfa sig í sumarfríinu„Ég tók mér eitthvað smá sumarfrí en það er alltaf hreyfing að einhverju tagi í fríum einnig. Ég hef haldið mér bara mjög vel eftir keppni og verið vel meðvituð um allt þetta andlega sem getur gerst þegar maður fer aftur í eðlilegt form. Mér finnst mjög gaman að takast á við svona verkefni og að geta slakað aðeins á taumnum og njóta þess."Ertu byrjuð að undirbúa þig fyrir fitnesskeppnina í haust? „Já, strax eftir Íslandsmót IFBB um páskana þá fór ég að hugsa um að taka þátt í fleiri mótum. Þetta var svo gríðarlega skemmtilegt, mikil reynsla og lærdómur. Þannig að fljótlega var stefnan tekin á að keppa í bikarmóti IFBB sem fer fram í nóvember." „En ég tók endanlega ákvörðun í júní að taka þátt og byrjaði þá að keyra þetta í gang. Ég fór síðan á fullt núna í júlí og nú er allt komið í fimmta gírinn enda tólf vikur í mót."Lilja er dugleg að lyfta lóðum. Hér er hún í Sporthúsinu að taka á því.Gæti ekki verið heppnariTölum aðeins um ömmuhlutverkið? „Ég á einn æðislegan ömmustrák, Birgir Snæ, sem er átta mánaða gamall. Algert yndi. Ég er bara 41 árs gömul og varð mjög ung mamma þannig að það var við því að búast að maður gæti orðið ung amma. Mér finnst alveg frábært að gera þetta svona. Ég gæti ekki verið heppnari." Aldur aukaatriðiÁttu ráð til kvenna sem langar að keppa eins og þú í fitness? „Þetta er auðvitað hrikalega mikil vinna sem liggur á bakvið árangurinn og maður verður að gera sér grein fyrir því. En á þessum aldri er maður kannski sem best andlega undir það búinn að takast á við þetta og með aðstæður í kringum sig sem eru ákjósanlegar. En ég ráðlegg konum að setja aldrei aldurinn fyrir sig ef þær hafa alla burði til að keppa á slíku móti – flottustu konurnar þarna úti í heimi eru allar um og yfir þrítugt og oft á sínum hátindi í kringum fertugt – þannig að það er ekkert sem segir að konur geti ekki keppt „vegna aldurs”. Langt í frá."Lilja fyrir rúmum fjórum árum.Reynslunni ríkari „Ég hlakka til að takast enn á ný við þetta verkefni. Nú er ég reynslunni ríkari eftir síðasta mót. Ég hef lært hvernig líkaminn minn bregst við og get þá vonandi gert betur í þessum undirbúningi og komið enn betri til leiks. Þannig að það var aldrei spurning um að leggja bikiníið á hillunna - að minnsta kosti ekki í bili."Persónulegur sigur „Þetta er bara ótrúlegur persónulegur sigur sem vinnst með því að ná slíku markmiði og styrkir sjálfstraustið mikið. Það sem gleður mig líka er hvað þetta er smitandi, að fá fólk til að stunda heilbrigðan lífsstíl og sýna þá sérstaklega konum á mínum aldri að það er aldrei of seint að koma sér í frábært form hvort sem maður vill stíga á svið eða ekki. Gera þetta með gleði í hjarta og hafa gaman af því - það er algerlega þannig sem ég hugsa þetta. Þetta er það sem að fyllir mig gleði og tilhlökkun á hverjum degi - Ég geri þetta fyrir mig." segir þessi orkumikla amma.Dagur hjá Lilju þegar kemur að mataræði og æfingum „Nú er ég í niðurskurði þannig að dagarnir eru svona hjá mér næstu 12 vikurnar," útskýrir Lilja áður en hún byrjar á upptalningunni: 07:00 Brennsluæfing. 08:20 Morgunmatur sem samanstendur af próteinpönnukökum, vatni og kaffi. 09:20 Bailine rafmagnsstyrktarþjálfun í Skipholti. Það hjálpar til við að tóna vöðva, brenna fitu og styrkja húðina. Ég fer þangað þrisvar í viku. 10:00 Systrasel Heilsustofa – silklight meðferð. Þetta er dúndurmeðferð fyrir húðina, styrkir hana og eykur teygjanleika. Svo losar hún um stíflur og eykur sogæðaflæðið. Maður verður eins og unglamb á skrokkinn eftir þetta. Ég fer líka þrisvar í viku þangað. 11:00 – 1 epli. 12:00 – 17:00 Vinna. Ég starfa á Snyrtistofunni Mizu í Borgartúni 6 en ég er snyrtifræðimeistari. 13:00 Eggjakaka, fjórar eggjahvítur, spínat og kjúklingaskinka. 15:00 Tvær hafrakökur. Þá heimagerðar úr eggjahvítum, protein, haframjöli og kanil. 16:30 Fæ mér próteinsjeik með creatíni frá Sci-Mx fyrir æfingu. 17:00 -19:00 Lyftingar. Ég æfi undir handleiðslu Garðars Sigvaldasonar einkaþjálfara í Sporthúsinu en hann hefur fylgt mér í gegnum þetta allt saman. Þá tek ég 20-30 mínútna brennslu strax á eftir. Ég tek Xplode Pre-Workout frá Sci-Mx 20 mínútur fyrir æfingu til að fá aukið súrefnisflæði í vöðva og hámarka afköstin. Eftir æfingu tek ég einn skammt af próteini og creatíni. 19:30 – 20:00 Kjúklingabringa, sætar kartöflur og grænmeti (broccoli eða laukur). 22:00 GRS5 prótein og glútamín frá Sci-Mx fyrir svefninn. Með þessu tek ég yfir daginn Omega 3-6-9 & CLA fitusýrur, c-vítamín, ZMA (magnesium/zink) allt frá Sci-Mx. Ég drekk einungis vatn og stöku sinnum fæ ég mér kaffibolla yfir daginn. 22:00 Svefn. Hvíldin er mjög nauðsynleg og þörf til að fá vöðvana til að byggja sig upp.Fylgdu okkur á instagram:
Heilsa Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira