Chevrolet Volt með 3 strokka vél úr Opel Adam Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2013 15:45 Léttari og aflmeiri Volt hlýtur að vera takmark Chevrolet Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent