Nýr iPhone kynntur 10. september? Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. september 2013 19:21 Nýr iPhone gæti litið dagsins ljós í næstu viku. Mynd/Getty Images Bandaríski tæknirisinn Apple hefur sent boð til helstu fjölmiðla heims á kynningarhóf sem mun fara fram þann 10. september næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Fastlega er búist við því að ný útgáfa af iPhone snjallsímanum verði kynnt. Samkvæmt Reuters þá mun ný útgáfa af iPhone vera fáanleg í 5-6 litum en hingað til hefur síminn aðeins verið fáanlegur í svartri og hvítri útgáfu. „Þetta ætti að lýsa upp daginn hjá öllum,“ segir í boðskortinu frá Apple. Búist er við því að Apple muni kynna tvær nýjar vörur í ár. Talið er að iPhone 5S verði kynntur í næstu viku. Sá sími mun skarta nýrri fingurtækni og verður einnig fáanlegur í ódýrari útgáfu úr plasti. Apple á í harðri baráttu við Samsung á snjallsímamarkaðnum og hefur síðarnefnda fyrirtækið náð ráðandi stöðu í Asíu. Með því að hanna útgáfu af iPhone 5S sem verður ódýrari og úr plasti telja stjórnendur Apple sig geta saxað á markaðsforskot Samsung. Gríðarlegur vöxtur er á snjallsímamarkaði í Asíu. Áætlað er að fjöldi snjallsíma í Kína fjölgi um 48% á þessu ári. Það er því eftir miklu að slægjast í baráttunni á snjallsímamarkaðnum. Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur sent boð til helstu fjölmiðla heims á kynningarhóf sem mun fara fram þann 10. september næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Fastlega er búist við því að ný útgáfa af iPhone snjallsímanum verði kynnt. Samkvæmt Reuters þá mun ný útgáfa af iPhone vera fáanleg í 5-6 litum en hingað til hefur síminn aðeins verið fáanlegur í svartri og hvítri útgáfu. „Þetta ætti að lýsa upp daginn hjá öllum,“ segir í boðskortinu frá Apple. Búist er við því að Apple muni kynna tvær nýjar vörur í ár. Talið er að iPhone 5S verði kynntur í næstu viku. Sá sími mun skarta nýrri fingurtækni og verður einnig fáanlegur í ódýrari útgáfu úr plasti. Apple á í harðri baráttu við Samsung á snjallsímamarkaðnum og hefur síðarnefnda fyrirtækið náð ráðandi stöðu í Asíu. Með því að hanna útgáfu af iPhone 5S sem verður ódýrari og úr plasti telja stjórnendur Apple sig geta saxað á markaðsforskot Samsung. Gríðarlegur vöxtur er á snjallsímamarkaði í Asíu. Áætlað er að fjöldi snjallsíma í Kína fjölgi um 48% á þessu ári. Það er því eftir miklu að slægjast í baráttunni á snjallsímamarkaðnum.
Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira