Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Ómar Úlfur skrifar 3. september 2013 17:28 Framtíðin er björt hjá Mono Town Íslenska hljómsveitin Mono Town mun hita upp fyrir The Pixies á tónleikaferð þeirra síðarnefndu um Skandinavíu. Mono Town er þriggja manna sveit úr Reykjavík skipuð bræðrunum Daða og Berki Birgissonum sem gerðu garðinn frægan í funksveitinni Jagúar fyrir nokkrum árum, og Bjarka Sigurðssyni sem gaf út plötu undir eigin nafni árið 2007. Mono Town spiluðu á Icelandairwaves hátíðinni í fyrra og tóku m.a. lagið fyrir KEXP útvarpsstöðina sem hefur stutt rækilega við bakið á sveitinni síðan. Sömuleiðis vöktu tónleikar Mono Town á All Tomorrow´s Parties hátíðinni lukku. Frumburður sveitarinnar, In The Eye Of The Storm, er væntanlegur en sveitin hefur sjálf stýrt upptökum á plötunni. The Pixies þarf vart að kynna fyrir rokkunnendum en sveitin sló í gegn með plötum eins og Surfer Rosa og Doolittle og höfðu gríðarleg áhrif á árunum um og fyrir 1990. Sveitin lék á tvennum tónleikum í Kaplakrika árið 2004 sem voru partur af endurkomutúr þeirra það árið. Mono Town hitar upp fyrir The Pixies: Á Falconer í Kaupmannahöfn 13 Nóvember. Í Sentrum Center í Osló 14 Nóvember. Í Munchen Brewery í Stokkhólmi 15 Nóvember. Uppselt er á alla tónleikana. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tónleikunum sveitarinnar fyrir KEXP útvarpsstöðina á seinustu Icelandairwaves hátíð. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Fólkið í Pírötum Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Ný klippa úr kvikmynd um Jimi Hendrix Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon
Íslenska hljómsveitin Mono Town mun hita upp fyrir The Pixies á tónleikaferð þeirra síðarnefndu um Skandinavíu. Mono Town er þriggja manna sveit úr Reykjavík skipuð bræðrunum Daða og Berki Birgissonum sem gerðu garðinn frægan í funksveitinni Jagúar fyrir nokkrum árum, og Bjarka Sigurðssyni sem gaf út plötu undir eigin nafni árið 2007. Mono Town spiluðu á Icelandairwaves hátíðinni í fyrra og tóku m.a. lagið fyrir KEXP útvarpsstöðina sem hefur stutt rækilega við bakið á sveitinni síðan. Sömuleiðis vöktu tónleikar Mono Town á All Tomorrow´s Parties hátíðinni lukku. Frumburður sveitarinnar, In The Eye Of The Storm, er væntanlegur en sveitin hefur sjálf stýrt upptökum á plötunni. The Pixies þarf vart að kynna fyrir rokkunnendum en sveitin sló í gegn með plötum eins og Surfer Rosa og Doolittle og höfðu gríðarleg áhrif á árunum um og fyrir 1990. Sveitin lék á tvennum tónleikum í Kaplakrika árið 2004 sem voru partur af endurkomutúr þeirra það árið. Mono Town hitar upp fyrir The Pixies: Á Falconer í Kaupmannahöfn 13 Nóvember. Í Sentrum Center í Osló 14 Nóvember. Í Munchen Brewery í Stokkhólmi 15 Nóvember. Uppselt er á alla tónleikana. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tónleikunum sveitarinnar fyrir KEXP útvarpsstöðina á seinustu Icelandairwaves hátíð.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Fólkið í Pírötum Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Ný klippa úr kvikmynd um Jimi Hendrix Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon