Handbolti

Benedikt Reynir til FH

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Handknattleiksdeild FH hefur gengið frá samningi við hornamanninn Benedikt Reyni Kristinsson. Benedikt kemur til liðs við FH frá Aftureldingu þar sem hann lék á síðasta tímabili.

Benedikt hefur verið í viðræðum við FH-inga í sumar eins og Fréttablaðið greindi frá í júlí. Benedikt, sem er uppalinn FH–ingur, gekk til liðs við Gróttu fyrir tveimur árum en snýr nú aftur heim í Kaplakrika. Samningur hans er til þriggja ára.

Hann spilaði fimmtán leiki með Mosfellingum í N1-deildinni í fyrra. Hann skoraði 43 mörk í leikjunum en var frá keppni fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Benedikt er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH í sumar en fyrr hafði Valdimar Fannar Þórsson gengið til liðs við félagið. Þá hefur hornamaðurinn Einar Rafn Eiðsson skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir út næsta tímabil.

Karlalið FH heldur í dag í æfingaferð til Spánar þar sem liðið mun dvelja í eina viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×