Rooney áfram í stuði með nýju höfuðhlífina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Þetta var fyrsti leikur David Moyes sem knattspyrnustjóri í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að skoski stjórinn fari vel af stað. Þetta var líka annar sigur United-liðsins á Old Trafford á nokkrum dögum en það eru fyrstu sigrar Moyes í Leikhúsi draumanna. Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 á 22. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Markið átti líklega ekki að standa því Antonio Valencia var rangstæður þegar hann truflaði markvörð þýska liðsins. Wayne Rooney fékk algjört dauðafæri á 52. mínútu til að annaðhvort skora sjálfur eða gefa á dauðafrían Robin van Persie en gerði hvorugt því skotið hans sigldi bæði framhjá stönginni og Van Persie. Leikmenn Leverkusen þökkuðu pent fyrir þetta og jöfnuðu leikinn í næstu sókn þegar Simon Rolfes skoraði með laglegu langskoti. Manchester United brást þó vel við þessu mótlæti því Robin van Persie kom United aftur yfir með góðu hægri fótar skoti eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia. Þetta var þrettánda mark hans í síðustu þrettán leikjum með United í öllum keppnum. Rooney bætti síðan við öðru marki sínu á 70. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark markvarðarins David De Gea. Wayne Rooney lagði síðan upp mark fyrir Antonio Valencia á 79. mínútu og Ekvadormaðurinn innsiglaði sigurinn með laglegu skoti. Ömer Toprak minnkaði muninn fyrir Leverkusen í lokin eftir að United-mönnum mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ Sjá meira
Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Þetta var fyrsti leikur David Moyes sem knattspyrnustjóri í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að skoski stjórinn fari vel af stað. Þetta var líka annar sigur United-liðsins á Old Trafford á nokkrum dögum en það eru fyrstu sigrar Moyes í Leikhúsi draumanna. Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 á 22. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Markið átti líklega ekki að standa því Antonio Valencia var rangstæður þegar hann truflaði markvörð þýska liðsins. Wayne Rooney fékk algjört dauðafæri á 52. mínútu til að annaðhvort skora sjálfur eða gefa á dauðafrían Robin van Persie en gerði hvorugt því skotið hans sigldi bæði framhjá stönginni og Van Persie. Leikmenn Leverkusen þökkuðu pent fyrir þetta og jöfnuðu leikinn í næstu sókn þegar Simon Rolfes skoraði með laglegu langskoti. Manchester United brást þó vel við þessu mótlæti því Robin van Persie kom United aftur yfir með góðu hægri fótar skoti eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia. Þetta var þrettánda mark hans í síðustu þrettán leikjum með United í öllum keppnum. Rooney bætti síðan við öðru marki sínu á 70. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark markvarðarins David De Gea. Wayne Rooney lagði síðan upp mark fyrir Antonio Valencia á 79. mínútu og Ekvadormaðurinn innsiglaði sigurinn með laglegu skoti. Ömer Toprak minnkaði muninn fyrir Leverkusen í lokin eftir að United-mönnum mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ Sjá meira