Jackass-stjarna safnar fyrir hjólabrettagarði í Reykjavík Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. september 2013 19:04 Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“ Íslandsvinir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“
Íslandsvinir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira