Körfubolti

Mutombo ætlar að fara með NBA til Afríku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dikembe Mutombo.
Dikembe Mutombo. Mynd/NordicPhotos/Getty
Dikembe Mutombo, einn af frægari miðherjum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, sagði BBC frá því að á stefnuskránni sé að fara með NBA-lið til Afríku á næstunni.

Mörg NBA-liðanna spila hluta af undirbúningstímabili sínu út um allan heim og það eru leikir í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. Nú á að reyna að fara með slíkan leik til Afríku í fyrsta sinn. Mutombo sér fyrir sér leik í Lagos í Nígeríu innan árs.

Mutombo segir að það sé mikil pressa í dag á ríka viðskiptamenn í Afríku að eyða stærri hluta af olíugróða sínum innanlands og þá sérstaklega í íþróttir eins og körfubolta.

Dikembe Mutombo kemur frá Kongó og lék í NBA-deildinni frá 1991 til 2009. Hann er 218 sentimetrar á hæð og var fjórum sinnum kosinn besti varnarmaður deildarinnar og spila átta sinnum í Stjörnuleik NBA.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×