Freistingarnar eru allstaðar! Magnús Berg Magnússon og Þorsteinn Kári Jónsson og stofnendur Meistaramánuðs skrifa 4. október 2013 17:47 Það er innbyggt í okkur öll að vilja frekar það sem er gott fyrir okkur í dag en það sem er gott á morgun. Freistingar leynast víða og eigum við oftar en ekki í litlum erfiðleikum með að verðlauna okkur með því að svala þrám okkar, án þess að leiða hugann að því hvort að við séum að gera okkur gott eða ekki. Það er líka staðreynd að freistingarnar umkringja okkur á afskaplega þrúgandi máta í nútíma samfélagi. Við þurfum ekki annað en að opna Facebook eða Instagram til að fá það beint í æð að einhversstaðar er einhver vinur okkar að gúffa í sig hamborgara sem á þessari stundu virðist vera girnilegasti hamborgari í heimi og örlitlu neðar í straumnum sjáum við vininn sem er að skála í ísköldum bjór við vinnufélagana „Einn hrímaður hérna megin, #meistaram hvað?“. Til þess að vinna bug á freistingum lífsins þarf bæði viljastyrk og sjálfsaga. Eitt er að setja sér falleg og góð markmið, annað er síðan að fylgja þeim staðfastlega eftir. Til þess þarf viljastyrk. Margir segjast ekki hafa neinn viljastyrk og hafi enga stjórn á sér gagnvart freistingum. Góðu fréttirnar eru þær að viljastyrk er hægt að þjálfa upp. Til þess eru fjölmargar leiðir en fyrsta skrefið er að átta sig á því að freistingarnar og viljinn til þess að uppfylla þrár sínar samstundis munu alltaf verða þarna, það er einfaldlega eitthvað sem allir þurfa að lifa með. Með því að setja sér bæði skýr og ákveðin markmið ásamt því fylgja þeim eftir af sannfæringu er hinsvegar hægt að venja sig á að standast freistingarnar.Það getur hver sem er sett sér markmið sem miðuð eru að því að gerast betri maður. Staðreyndin er nefnilega sú að það er auðvelt að taka ákvörðun um það hverju maður vill bæta við líf sitt. Það sem erfiðara og flóknara getur þó reynst að koma í framkvæmd er að gera upp við sig hverju maður er tilbúin að fórna til þess að ná betri árangri. Viljinn sem þarf til þess að sannfæra sig um að freistingin gefi af sér minni ávinning en það að standast hana krefst styrks, aga og skilnings á sjálfum okkur. Í slíkum aðstæðum er lykilatriði að veita sér hvatningu með því að hugsa bæði um heildarmyndina sem og útkomuna sem sóst er eftir. Það talaði aldrei neinn um það að auðvelt yrði að komast í gegnum októbermánuð fylltan af breytingum sem krefjast einbeitingar og aðhalds. Þeir sem hingað til hafa ekki rekist á sínar hindranir munu gera það síðar og þeir sem hafa átt erfitt með að fylgja sínum markmiðum eftir í upphafi mánaðarins eiga eftir að rekast á fleiri freistingar. En vitiði til, eins og í svo mörgu öðru þá á tilgangurinn það til að helga meðalið. Við viljum því senda alla þáttakendur Meistaramánaðarins inn í helgina með heilög orð Destiny’s Child, um mikilvægi þess að sýna sinn innri styrk til þess að komast yfir erfiðari hjalla lífsins, að leiðarljósi. Meistaramánuður Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Sjá meira
Það er innbyggt í okkur öll að vilja frekar það sem er gott fyrir okkur í dag en það sem er gott á morgun. Freistingar leynast víða og eigum við oftar en ekki í litlum erfiðleikum með að verðlauna okkur með því að svala þrám okkar, án þess að leiða hugann að því hvort að við séum að gera okkur gott eða ekki. Það er líka staðreynd að freistingarnar umkringja okkur á afskaplega þrúgandi máta í nútíma samfélagi. Við þurfum ekki annað en að opna Facebook eða Instagram til að fá það beint í æð að einhversstaðar er einhver vinur okkar að gúffa í sig hamborgara sem á þessari stundu virðist vera girnilegasti hamborgari í heimi og örlitlu neðar í straumnum sjáum við vininn sem er að skála í ísköldum bjór við vinnufélagana „Einn hrímaður hérna megin, #meistaram hvað?“. Til þess að vinna bug á freistingum lífsins þarf bæði viljastyrk og sjálfsaga. Eitt er að setja sér falleg og góð markmið, annað er síðan að fylgja þeim staðfastlega eftir. Til þess þarf viljastyrk. Margir segjast ekki hafa neinn viljastyrk og hafi enga stjórn á sér gagnvart freistingum. Góðu fréttirnar eru þær að viljastyrk er hægt að þjálfa upp. Til þess eru fjölmargar leiðir en fyrsta skrefið er að átta sig á því að freistingarnar og viljinn til þess að uppfylla þrár sínar samstundis munu alltaf verða þarna, það er einfaldlega eitthvað sem allir þurfa að lifa með. Með því að setja sér bæði skýr og ákveðin markmið ásamt því fylgja þeim eftir af sannfæringu er hinsvegar hægt að venja sig á að standast freistingarnar.Það getur hver sem er sett sér markmið sem miðuð eru að því að gerast betri maður. Staðreyndin er nefnilega sú að það er auðvelt að taka ákvörðun um það hverju maður vill bæta við líf sitt. Það sem erfiðara og flóknara getur þó reynst að koma í framkvæmd er að gera upp við sig hverju maður er tilbúin að fórna til þess að ná betri árangri. Viljinn sem þarf til þess að sannfæra sig um að freistingin gefi af sér minni ávinning en það að standast hana krefst styrks, aga og skilnings á sjálfum okkur. Í slíkum aðstæðum er lykilatriði að veita sér hvatningu með því að hugsa bæði um heildarmyndina sem og útkomuna sem sóst er eftir. Það talaði aldrei neinn um það að auðvelt yrði að komast í gegnum októbermánuð fylltan af breytingum sem krefjast einbeitingar og aðhalds. Þeir sem hingað til hafa ekki rekist á sínar hindranir munu gera það síðar og þeir sem hafa átt erfitt með að fylgja sínum markmiðum eftir í upphafi mánaðarins eiga eftir að rekast á fleiri freistingar. En vitiði til, eins og í svo mörgu öðru þá á tilgangurinn það til að helga meðalið. Við viljum því senda alla þáttakendur Meistaramánaðarins inn í helgina með heilög orð Destiny’s Child, um mikilvægi þess að sýna sinn innri styrk til þess að komast yfir erfiðari hjalla lífsins, að leiðarljósi.
Meistaramánuður Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Sjá meira