Körfubolti

Jason Kidd byrjar þjálfaraferillinn í tveggja leikja banni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Kidd.
Jason Kidd. Mynd/NordicPhotos/Getty
Jason Kidd, nýráðinn þjálfari NBA-körfuboltaliðsins Brooklyn Nets, þarf að byrja þjálfaraferilinn sinn í leikbanni. NBA ákvað í dag að dæma Kidd í tveggja leikja bann fyrir að keyra undir áhrifum í sumar.

Jason Kidd lagði skóna á hilluna í vor en hann endaði glæsilegan leikmannaferil hjá New York Knicks. Skömmu síðar samdi hann við nágrannanna í Brooklyn Nets og gerðist aðalþjálfari liðsins.

Kidd var tekinn fyrir að keyra fullur í júli en hann missti þá stjórn á bíl sínum og keyrði á staur á Long Island. NBA gaf það út í dag að Kidd megi ekki stjórna liði Brooklyn Nets í fyrstu tveimur leikjum liðsins í deildarkeppninni. Kidd má hinsvegar stýra liðinu á undirbúningstímabilinu sem er að fara í gang.

Jason Kidd er fertugur síðan í mars en hann spilaði í NBA-deildinni frá 1994 til 2013 og aðeins John Stockton hefur gefið fleiri stoðsendingar eða stolið fleiri boltum en Kidd.

Kidd var með 12,6 stig og 7,7 stoðendingar að meðaltali í 1391 leik í NBA-deildinni. Hann fór tvisvar alla leið í lokaúrslitin með New Jersey Nets (2002 og 2003) og varð síðan NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×