Myrkvi frá Borg Brugghúsi náði Evrópumeistaratitli í flokki kaffi- og súkkulaðibættra bjóra á hátíðinni World Beer Awards 2013.
Verðlaunin eru með virtustu bjórverðlaunum í heimi, haldin árlega í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Dómnefndir smakka blint fjöldann allan af tegundum í mismunandi flokkum og gefa einkunn.
„Myrkvi er þróaður í samstarfi við Reykjavík Roasters og kaffið sérstaklega valið inn í uppskriftina. Við erum mjög ánægðir með útkomuna og gaman að fá þessa miklu viðurkenningu. Hugmyndin með bjórnum var að brugga porter-öl sem væri sérstaklega gott með steikum og ýmsum bragðmeiri mat en aukreitis virkar hann frábærlega með ýmsum eftirréttum, svo sem súkkulaði,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari.
Fleiri bjórar frá Borg Brugghúsi sátu á verðlaunapallinum. Bríó hlaut brons í flokki ljósra þýskra lagerbjóra, Úlfur nr. 3 fékk svo silfurverðlaun í flokknum IPA-bjóra (Indian Pale Ale) og Egils Lite hlaut bronsverðlaun í flokki lág kolvetna bjóra.
Myrkvi vann Evrópuverðlaun
Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent



Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent

Hlutabréfaverð í Asíu hækkar
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf