Uppskrift að heimagerðum sýrðum rjóma 6. október 2013 09:00 Soffía Gísladóttir er nýr matarbloggari á Vísi. Soffía Gísladóttir heldur úti matarblogginu husidvidsjoinn.wordpress.com. Hér gefur hún lesendum Vísis uppskrift að heimalöguðum sýrðum rjóma og Labneh frá Mið-Austurlöndum. Heimagerður sýrður rjómi og Labneh Sýrður rjómi passar svo vel með mörgu, hann fer sérstaklega vel með mexíkóskum mat, ef þið prófið að gera Huevos Rancheros sem ég talaði um í síðustu færslu þá er heimagerður sýrður rjómi fullkominn með þeim rétti. Svo er hann góður í súpur, frábær með reyktum lax, kemur í staðin fyrir mæjónes í sósum og svo má setja hann út í pottrétti og ofnrétti. Ég nota sýrðan rjóma mjög mikið, nema í staðin fyrir að kaupa hann út í búð þá bý ég hann til sjálf og það er einfaldasta mál í heimi og maður sparar meira að segja smá aur. Ég helli AB mjólk í gegnum kaffipoka eða grisju þannig að mysan í AB mjólkinni lekur í gegn. Því betur sem þið látið mysuna leka úr mjólkinni því mýkri afurð fáið þið og þykkari. Yfirleitt tekur það ekki meir en klukkutíma að fá ágætan skammt af sýrðum rjóma. Alls ekki henda mysunni því það má nýta hana í ýmislegt. Mysan er meinholl og próteinrík. Til dæmis er hægt að nota hana í brauðgerð í stað mjólkur eða vatns, setja í smoothie og svo þykir hún góð sem fóður fyrir skepnur. Heimagerður sýrður rjómi.Mynd/Soffía Sýrður rjómi 2 dl Ab mjólk Kaffifilter eða grisja Setjið kaffipokann ofan í glas eða annað ílát og fyllið það af AB mjólk. Leyfið mysunni að leka í gegn í klukkustund eða lengur, eftir því hvaða áferð þið viljið fá á lokaafurðina. Ef þið eigið kaffitrekkt, þá virkar það mjög vel. Sýrður rjómi með mið-austurlensku ívafi.Mynd/Soffía Labneh Í Mið-Austurlöndum er þessi aðferð þekkt sem Labneh og það má bragðbæta hann á ýmsa vegu. Ef þið viljið bjóða upp á Labneh með mið-austurlenskum mat þá væri hægt að setja sýrða rjómann í skál og dreypa góðri ólífuolíu ofan á og eitthvað gott krydd eins og smátt saxaða steinselju og þurrkaðar chili-flögur. Ég mæli með því að hafa það einfalt og leyfa góða bragðinu af jógúrtinni að njóta sín og fá svo kryddið úr réttunum sem borið er fram með Labneh. Chili frá Frú Laugu.Mynd/Soffía Ég keypti svo fallegan chili-pipar í Frú Laugu, ræktaður hér á Íslandi og góður styrkur í honum. Ég tók mig til og keypti heilan helling og þurrkaði hann og marði hann svo í flögur. Nú á ég fulla krukku af dásamlega "ferskum" chili. Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Soffía Gísladóttir heldur úti matarblogginu husidvidsjoinn.wordpress.com. Hér gefur hún lesendum Vísis uppskrift að heimalöguðum sýrðum rjóma og Labneh frá Mið-Austurlöndum. Heimagerður sýrður rjómi og Labneh Sýrður rjómi passar svo vel með mörgu, hann fer sérstaklega vel með mexíkóskum mat, ef þið prófið að gera Huevos Rancheros sem ég talaði um í síðustu færslu þá er heimagerður sýrður rjómi fullkominn með þeim rétti. Svo er hann góður í súpur, frábær með reyktum lax, kemur í staðin fyrir mæjónes í sósum og svo má setja hann út í pottrétti og ofnrétti. Ég nota sýrðan rjóma mjög mikið, nema í staðin fyrir að kaupa hann út í búð þá bý ég hann til sjálf og það er einfaldasta mál í heimi og maður sparar meira að segja smá aur. Ég helli AB mjólk í gegnum kaffipoka eða grisju þannig að mysan í AB mjólkinni lekur í gegn. Því betur sem þið látið mysuna leka úr mjólkinni því mýkri afurð fáið þið og þykkari. Yfirleitt tekur það ekki meir en klukkutíma að fá ágætan skammt af sýrðum rjóma. Alls ekki henda mysunni því það má nýta hana í ýmislegt. Mysan er meinholl og próteinrík. Til dæmis er hægt að nota hana í brauðgerð í stað mjólkur eða vatns, setja í smoothie og svo þykir hún góð sem fóður fyrir skepnur. Heimagerður sýrður rjómi.Mynd/Soffía Sýrður rjómi 2 dl Ab mjólk Kaffifilter eða grisja Setjið kaffipokann ofan í glas eða annað ílát og fyllið það af AB mjólk. Leyfið mysunni að leka í gegn í klukkustund eða lengur, eftir því hvaða áferð þið viljið fá á lokaafurðina. Ef þið eigið kaffitrekkt, þá virkar það mjög vel. Sýrður rjómi með mið-austurlensku ívafi.Mynd/Soffía Labneh Í Mið-Austurlöndum er þessi aðferð þekkt sem Labneh og það má bragðbæta hann á ýmsa vegu. Ef þið viljið bjóða upp á Labneh með mið-austurlenskum mat þá væri hægt að setja sýrða rjómann í skál og dreypa góðri ólífuolíu ofan á og eitthvað gott krydd eins og smátt saxaða steinselju og þurrkaðar chili-flögur. Ég mæli með því að hafa það einfalt og leyfa góða bragðinu af jógúrtinni að njóta sín og fá svo kryddið úr réttunum sem borið er fram með Labneh. Chili frá Frú Laugu.Mynd/Soffía Ég keypti svo fallegan chili-pipar í Frú Laugu, ræktaður hér á Íslandi og góður styrkur í honum. Ég tók mig til og keypti heilan helling og þurrkaði hann og marði hann svo í flögur. Nú á ég fulla krukku af dásamlega "ferskum" chili.
Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira