Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 34-18 | Auðvelt í Kaplakrika Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 17. október 2013 14:32 Framarar lentu á múrvegg í heimsókn sinni í Kaplakrika í Olís deild karla í kvöld. Sóknarleikur Framara gekk illa frá fyrstu mínútu og völtuðu FH-ingar einfaldlega yfir þá í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að vera spáð misgóðu gengi fyrir tímabilið munaði aðeins einu stigi á liðunum fyrir leik kvöldsins. Framarar sátu jafnir ÍR-ingum í toppsæti Olís deildarinnar með sex stig og FH-ingar í því þriðja með fimm stig. FH-ingar komu mun sterkari til leiks og spiluðu gríðarlega góðan varnarleik í fyrri hálfleik. Eftir tíu mínútur var staðan 6-1 fyrir heimamenn og höfðu fimm þessara marka komið úr hraðaupphlaupum eftir góðan varnarleik. Þrátt fyrir að Framarar hafi aðeins rankað við sér um miðbik hálfleiksins voru FH-ingar mun betri allan fyrri hálfleikinn og tóku verðskuldað sex marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 14-8. Í seinni hálfleik voru úrslitin aldrei spurning, heimamenn héldu föstum tökum um leikinn og náðu forskotinu fljótlega upp í ellefu mörk. Mest fór munurinn upp í 17 mörk í seinni hálfleik og kláraðist leikurinn einfaldlega um miðbik hálfleiksins. Leiknum lauk að lokum með öruggum 16 marka sigri FH-inga sem fara í efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Daníel Freyr Andrésson var stórkostlegur í marki FH-inga í kvöld, varði alls 21 skot af 33 með 66% varða bolta. Varnarleikur heimamanna í leiknum var til fyrirmynda og komust Framarar lítið áfram gegn þéttum varnarmúr FH-inga. Benedikt Reynir Kristinsson var markahæstur í liði FH-inga með 9 mörk, þar af 6 úr hraðaupphlaupum. Í liði gestanna var Sigurður Örn Þorsteinsson atkvæðamestur með fjögur mörk. Einar: Töluðum um að slá þá kalda í byrjun„Við töluðum um að reyna að slá þá kalda í byrjun og það tókst. Við verðum hinsvegar að taka það í myndina að þeir missa lykilleikmann í upphafi leiksins sem var auðvitað gott fyrir okkur," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur. Vörnin var frábær allan leikinn og markvarslan líka. Sóknarleikurinn var flottur seinustu 40 mínúturnar," Aðspurður hvort þetta væri besti varnarleikur liðsins í þjálfaratíð Einars var Einar ekki tilbúinn að fullyrða. „Ég þori ekki að segja, við erum búnir að spila marga hörkuleiki með meiri mótspyrnu en þetta síðustu árin svo það er erfitt að meta þetta. Framarar misstu trúna sem gerði eftirleikin auðveldan fyrir okkur. Þegar Danni er í þessum ham dregur það tennurnar úr sóknarleik andstæðingana," Einar gat hvílt leikmenn síðasta korterið en mennirnir sem komu inn af bekknum slógu ekki slöku við og veislan hélt áfram í Kaplakrika. „Við erum með tvo leikmenn í hverri stöðu og við náðum að spila á öllu liðinu í dag eins og við viljum gera í flestum leikjum. Ágúst kom flottur inn í markinu og Halldór var sprækur í horninu," FH tyllti sér á topp Olísdeildarinnar með sigrinum í kvöld. „Við eigum erfiðan leik í næstu umferð gegn ÍR í Breiðholtinu og við verðum að reyna að ná stigum þar. Okkur líður vel á toppnum og ætlum að reyna að halda okkur þar," sagði Einar að lokum. Guðlaugur: Sýndu okkur mun á karlmönnum og drengjum í kvöld„Við einfaldlega lentum á vegg hérna í kvöld, við náðum ekkert að svara. Ég náði ekki að telja öll mörkin sem þeir skoruðu í bakið á okkur þegar þeir refsuðu okkur," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við höfðum engin svör við varnarleiknum þeirra. Við erum að elta allan leikinn og í dag áttum við einfaldlega við ofurefli að etja allan leikinn. Þeir voru betri á öllum sviðum í dag," Eftir góða byrjun á tímabilinu ætti tap kvöldsins að kippa leikmönnum Fram niður á jörðina fyrir næstu leiki. „Það mátti búast við að þeir kæmu svona til leiks á heimavelli, FH-ingar eru með flottan mannskap og mikla breidd. Þeir sýndu okkur ákveðinn mun á karlmönnum og drengjum í kvöld," Stefán Darri Þórsson meiddist snemma leiks og var Guðlaugur ekki klár á hver meiðslin væru þótt hann óttaðist að þau væru alvarleg. Hann vill sjá menn stíga betur upp í fjarveru Stefáns. „Við missum eitthvað með honum en það kemur maður í manns stað og við verðum að vera tilbúnir ef einhver meiðist. Ég er ekki búinn að fá á hreint hvað það var sem gerðist en ég fæ fréttir á eftir, þetta leit illa út," Fyrir aftan þéttan varnarmúr heimamanna var Daníel Freyr í stuði í marki FH-inga. „Þetta var erfitt kvöld á öllum sviðum, við fáum engin hraðaupphlaup, engan sóknarleik og engan varnarleik sem skilaði sér í lélegri markvörslu. Við reynum að finna eitthvað jákvætt úr þessu. Við skoðum það vel og reynum að halda áfram," sagði Guðlaugur að lokum. Daníel: Væri til í fleiri svona leiki„Við vorum virkilega góðir í dag og allir skiluðu sínu. Við gátum dreift álaginu vel og ungu strákarnir komu vel inn í þetta," sagði Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH eftir leikinn. „Við byrjuðum vel en duttum niður í fyrri hálfleik þegar þeir minnka muninn í þrjú mörk um miðbik hálfleiksins. Við brugðumst vel við því og náðum góðu forskoti fyrir hálfleikinn," Í seinni hálfleik var útkoma leiksins aldrei spurning, heimamenn einfaldlega keyrðu yfir Framara. „Við gáfum í strax í upphafi seinni hálfleiks og eftir það áttu Framararnir aldrei möguleika fannst mér. Við erum komnir í toppsætið núna, við vonumst til og ætlum okkur að vera þarna áfram," Daníel hafði það nokkuð náðugt, vörnin dróg verulega úr mörgum af skotum Framara sem gerði eftirleikinn auðveldari fyrir Daníel. „Maður er alltaf svo æstur í þessum leikjum, þrátt fyrir að þetta hafi verið mörg skot þurfti ég ekki að hafa mikið fyrir þeim. Maður væri alveg til í að spila fleiri svona leiki," sagði Daníel léttur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Framarar lentu á múrvegg í heimsókn sinni í Kaplakrika í Olís deild karla í kvöld. Sóknarleikur Framara gekk illa frá fyrstu mínútu og völtuðu FH-ingar einfaldlega yfir þá í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að vera spáð misgóðu gengi fyrir tímabilið munaði aðeins einu stigi á liðunum fyrir leik kvöldsins. Framarar sátu jafnir ÍR-ingum í toppsæti Olís deildarinnar með sex stig og FH-ingar í því þriðja með fimm stig. FH-ingar komu mun sterkari til leiks og spiluðu gríðarlega góðan varnarleik í fyrri hálfleik. Eftir tíu mínútur var staðan 6-1 fyrir heimamenn og höfðu fimm þessara marka komið úr hraðaupphlaupum eftir góðan varnarleik. Þrátt fyrir að Framarar hafi aðeins rankað við sér um miðbik hálfleiksins voru FH-ingar mun betri allan fyrri hálfleikinn og tóku verðskuldað sex marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 14-8. Í seinni hálfleik voru úrslitin aldrei spurning, heimamenn héldu föstum tökum um leikinn og náðu forskotinu fljótlega upp í ellefu mörk. Mest fór munurinn upp í 17 mörk í seinni hálfleik og kláraðist leikurinn einfaldlega um miðbik hálfleiksins. Leiknum lauk að lokum með öruggum 16 marka sigri FH-inga sem fara í efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Daníel Freyr Andrésson var stórkostlegur í marki FH-inga í kvöld, varði alls 21 skot af 33 með 66% varða bolta. Varnarleikur heimamanna í leiknum var til fyrirmynda og komust Framarar lítið áfram gegn þéttum varnarmúr FH-inga. Benedikt Reynir Kristinsson var markahæstur í liði FH-inga með 9 mörk, þar af 6 úr hraðaupphlaupum. Í liði gestanna var Sigurður Örn Þorsteinsson atkvæðamestur með fjögur mörk. Einar: Töluðum um að slá þá kalda í byrjun„Við töluðum um að reyna að slá þá kalda í byrjun og það tókst. Við verðum hinsvegar að taka það í myndina að þeir missa lykilleikmann í upphafi leiksins sem var auðvitað gott fyrir okkur," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur. Vörnin var frábær allan leikinn og markvarslan líka. Sóknarleikurinn var flottur seinustu 40 mínúturnar," Aðspurður hvort þetta væri besti varnarleikur liðsins í þjálfaratíð Einars var Einar ekki tilbúinn að fullyrða. „Ég þori ekki að segja, við erum búnir að spila marga hörkuleiki með meiri mótspyrnu en þetta síðustu árin svo það er erfitt að meta þetta. Framarar misstu trúna sem gerði eftirleikin auðveldan fyrir okkur. Þegar Danni er í þessum ham dregur það tennurnar úr sóknarleik andstæðingana," Einar gat hvílt leikmenn síðasta korterið en mennirnir sem komu inn af bekknum slógu ekki slöku við og veislan hélt áfram í Kaplakrika. „Við erum með tvo leikmenn í hverri stöðu og við náðum að spila á öllu liðinu í dag eins og við viljum gera í flestum leikjum. Ágúst kom flottur inn í markinu og Halldór var sprækur í horninu," FH tyllti sér á topp Olísdeildarinnar með sigrinum í kvöld. „Við eigum erfiðan leik í næstu umferð gegn ÍR í Breiðholtinu og við verðum að reyna að ná stigum þar. Okkur líður vel á toppnum og ætlum að reyna að halda okkur þar," sagði Einar að lokum. Guðlaugur: Sýndu okkur mun á karlmönnum og drengjum í kvöld„Við einfaldlega lentum á vegg hérna í kvöld, við náðum ekkert að svara. Ég náði ekki að telja öll mörkin sem þeir skoruðu í bakið á okkur þegar þeir refsuðu okkur," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við höfðum engin svör við varnarleiknum þeirra. Við erum að elta allan leikinn og í dag áttum við einfaldlega við ofurefli að etja allan leikinn. Þeir voru betri á öllum sviðum í dag," Eftir góða byrjun á tímabilinu ætti tap kvöldsins að kippa leikmönnum Fram niður á jörðina fyrir næstu leiki. „Það mátti búast við að þeir kæmu svona til leiks á heimavelli, FH-ingar eru með flottan mannskap og mikla breidd. Þeir sýndu okkur ákveðinn mun á karlmönnum og drengjum í kvöld," Stefán Darri Þórsson meiddist snemma leiks og var Guðlaugur ekki klár á hver meiðslin væru þótt hann óttaðist að þau væru alvarleg. Hann vill sjá menn stíga betur upp í fjarveru Stefáns. „Við missum eitthvað með honum en það kemur maður í manns stað og við verðum að vera tilbúnir ef einhver meiðist. Ég er ekki búinn að fá á hreint hvað það var sem gerðist en ég fæ fréttir á eftir, þetta leit illa út," Fyrir aftan þéttan varnarmúr heimamanna var Daníel Freyr í stuði í marki FH-inga. „Þetta var erfitt kvöld á öllum sviðum, við fáum engin hraðaupphlaup, engan sóknarleik og engan varnarleik sem skilaði sér í lélegri markvörslu. Við reynum að finna eitthvað jákvætt úr þessu. Við skoðum það vel og reynum að halda áfram," sagði Guðlaugur að lokum. Daníel: Væri til í fleiri svona leiki„Við vorum virkilega góðir í dag og allir skiluðu sínu. Við gátum dreift álaginu vel og ungu strákarnir komu vel inn í þetta," sagði Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH eftir leikinn. „Við byrjuðum vel en duttum niður í fyrri hálfleik þegar þeir minnka muninn í þrjú mörk um miðbik hálfleiksins. Við brugðumst vel við því og náðum góðu forskoti fyrir hálfleikinn," Í seinni hálfleik var útkoma leiksins aldrei spurning, heimamenn einfaldlega keyrðu yfir Framara. „Við gáfum í strax í upphafi seinni hálfleiks og eftir það áttu Framararnir aldrei möguleika fannst mér. Við erum komnir í toppsætið núna, við vonumst til og ætlum okkur að vera þarna áfram," Daníel hafði það nokkuð náðugt, vörnin dróg verulega úr mörgum af skotum Framara sem gerði eftirleikinn auðveldari fyrir Daníel. „Maður er alltaf svo æstur í þessum leikjum, þrátt fyrir að þetta hafi verið mörg skot þurfti ég ekki að hafa mikið fyrir þeim. Maður væri alveg til í að spila fleiri svona leiki," sagði Daníel léttur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira