Handbolti

Haukarnir steinlágu í Portúgal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur hjá Haukum í kvöld.
Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur hjá Haukum í kvöld. Mynd/Valli
Haukar töpuðu með fimmtán marka mun í kvöld á móti portúgalska liðinu S.L. Benfica í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-bikar karla í handbolta. Benfica var 19-11 yfir í hálfleik og vann leikinn 34-19.

Sigurbergur Sveinsson og Árni Steinn Steinþórsson voru markahæstir í Haukaliðinu með sex mörk hvor en Einar Pétur Pétursson skoraði þrjú mörk.

Portúgalski landsliðsmaðurinn Carlos Carneiro fór á kostum í þessum leik og skoraði alls tíu mörk en José Costa var með átta mörk.

Eftir þetta stórtap er aðeins formsatriði að spila seinni leikinn sem fer fram á Ásvöllum á sunnudaginn eftir viku.

Þetta stórtap verður að teljast áfall fyrir íslenskan handknattleik enda Portúgal ekki meðal allra sterkustu handboltaþjóða Evrópu. Benfica er þó annað sterkasta lið Portúgals á eftir FC Porto sem spilar í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×