Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Manchester United hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er með eins stigs forskot á þýska liðið Bayer 04 Leverkusen sem tók annað sætið af Shakhtar Donetsk í kvöld. Wayne Rooney ruglaði varnarmenn spænska liðsins algjörlega í ríminu strax á 2. mínútu leiksins eftir snarpan einleik í teignum og átti síðan í framhaldinu skot í stöngina og út. Inigo Martínez var enn ringlaður eftir gabbhreyfingar Rooney og sendi frákastið klaufalega í eigið mark. Wayne Rooney fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en gestirnir úr Baskalandi fengu einnig sín færi og það besta þegar Antoine Griezmann skaut í stöngina úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleikinn. Það var vel tekist á og sex gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum hjá hollenskum dómara leiksins. Alberto de la Bella hjá Real Sociedad átti skot í slá á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar átti Antonio Valencia skot í stöngina hinum megin eftir frábæran undirbúning Wayne Rooney. Rooney fékk frábært færi til að skora á 71. mínútu en skaut yfir og stuðningsmenn United losnuðu ekki við stressið fyrr en að dómarinn Bas Nijhuis flautaði til leiksloka. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Manchester United hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er með eins stigs forskot á þýska liðið Bayer 04 Leverkusen sem tók annað sætið af Shakhtar Donetsk í kvöld. Wayne Rooney ruglaði varnarmenn spænska liðsins algjörlega í ríminu strax á 2. mínútu leiksins eftir snarpan einleik í teignum og átti síðan í framhaldinu skot í stöngina og út. Inigo Martínez var enn ringlaður eftir gabbhreyfingar Rooney og sendi frákastið klaufalega í eigið mark. Wayne Rooney fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en gestirnir úr Baskalandi fengu einnig sín færi og það besta þegar Antoine Griezmann skaut í stöngina úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleikinn. Það var vel tekist á og sex gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum hjá hollenskum dómara leiksins. Alberto de la Bella hjá Real Sociedad átti skot í slá á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar átti Antonio Valencia skot í stöngina hinum megin eftir frábæran undirbúning Wayne Rooney. Rooney fékk frábært færi til að skora á 71. mínútu en skaut yfir og stuðningsmenn United losnuðu ekki við stressið fyrr en að dómarinn Bas Nijhuis flautaði til leiksloka.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira