Arsene Wenger fékk tap á Emirates í afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:15 Mynd/NordicPhotos/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikil spenna í riðlinum enda eru Arsenal, Napoli og Borussia Dortmund nú öll með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Arsenal byrjaði leikinn ekki vel og þetta leit út fyrir að ætla að verða langt kvöld þegar Henrikh Mkhitaryan kom Dortmund yfir á 16. mínútu. Aaron Ramsey tapaði þá boltanum fyrir framan eigin vítateig og Robert Lewandowski kom honum áfram á Armenann Mkhitaryan sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Leikmenn Arsenal gerðu hinsvegar vel í að vinna sig inn í leikinn og áttu skilið að fá jöfnunarmark fyrir hálfleik. Mats Hummels bjargði frá Tomáš Rosický á marklínu áður en Olivier Giroud jafnaði metin á 41. mínútu eftir hraða sókn. Neven Subotic, varnarmaður Dortmund og markvörðurinn Roman Weidenfeller misstu af fyrirgjöf Bakary Sagna og Giroud var grimmastur á boltann. Aaron Ramsey kom boltanum í markið á 66. mínútu en dómarinn hafði áður dæmt brot á leikmenn Arsenal. Santi Cazorla átti síðan skot í skeytin á 69.mínútu eftir flottan undirbúning Mesut Özil. Arsenal var miklu líklegra til að bæta við marki en það var Dortmund sem tryggði sér sigurinn með marki eftir skyndisókn á 82. mínútu. Robert Lewandowski skoraði þá með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin Grosskreutz. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikil spenna í riðlinum enda eru Arsenal, Napoli og Borussia Dortmund nú öll með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Arsenal byrjaði leikinn ekki vel og þetta leit út fyrir að ætla að verða langt kvöld þegar Henrikh Mkhitaryan kom Dortmund yfir á 16. mínútu. Aaron Ramsey tapaði þá boltanum fyrir framan eigin vítateig og Robert Lewandowski kom honum áfram á Armenann Mkhitaryan sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Leikmenn Arsenal gerðu hinsvegar vel í að vinna sig inn í leikinn og áttu skilið að fá jöfnunarmark fyrir hálfleik. Mats Hummels bjargði frá Tomáš Rosický á marklínu áður en Olivier Giroud jafnaði metin á 41. mínútu eftir hraða sókn. Neven Subotic, varnarmaður Dortmund og markvörðurinn Roman Weidenfeller misstu af fyrirgjöf Bakary Sagna og Giroud var grimmastur á boltann. Aaron Ramsey kom boltanum í markið á 66. mínútu en dómarinn hafði áður dæmt brot á leikmenn Arsenal. Santi Cazorla átti síðan skot í skeytin á 69.mínútu eftir flottan undirbúning Mesut Özil. Arsenal var miklu líklegra til að bæta við marki en það var Dortmund sem tryggði sér sigurinn með marki eftir skyndisókn á 82. mínútu. Robert Lewandowski skoraði þá með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin Grosskreutz.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira