Bingó-áætlun Seðlabankans: Vilja 75% afslátt á krónueignum föllnu bankanna UE skrifar 22. október 2013 12:00 Bjarni Benediktsson sagði í síðustu viku að ef menn „stilla saman væntingar“ og „horfa á hlutina sömu augum“ ætti að vera hægt að leysa mikilvægustu viðfangsefni í sambandi við afnám fjármagnshafta á næstu 6-12 mánuðum. Seðlabanki Íslands vinnur þessa dagana að áætlun sem ber vinnuheitið Bingó. Samkvæmt henni verða nauðasamningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings ekki samþykktir nema 400 milljarða krónueignir þrotabúanna fáist keyptar með 75% afslætti. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.Í svarbréfi Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til slitastjórnar Glitnis frá því í lok september segir hann þetta ekki vera samningsatriði. Seðlabankinn sé aftur á móti tilbúinn til að skoða „útfærðar hugmyndir“ sem ógni ekki fjármálastöðugleika Íslands. Náist ekki samningar um þetta við kröfuhafa er óraunhæft að hægt verði að veita undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða kröfuhöfum í erlendri mynt. Bingó-áætlunin gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn, og mögulega lífeyrissjóðirnir, kaupi kröfur búanna á innlenda aðila fyrir 25% af bókfærðu virði í skiptum fyrir gjaldeyri. Stærstu eignir þrotabúanna eru hlutir í Íslandsbanka og Arionbanka. Ekkert hefur gengið að selja þær eignir til erlendra fjárfesta og ekki útlit fyrir að það breytist. Svo virðist sem kröfuhafar græði ekki á því að málið tefjist. Þeir hafa áhyggjur af því að ef ekki tekst að ljúka nauðasamningum verði þrotabúin sett í formlegt greiðsluþrot og kröfuhafar fái aðeins greitt í íslenskum krónum. Ef marka má nýlegan dóm Hæstaréttar hafa almennir kröfuhafar ekki lagalegan rétt á greiðslum í erlendri mynt. Stjórnvöld gera kröfu um þessi skilyrði fyrir nauðasamningum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þessi áætlun leysir ekki nema hluta vandans við að afnema fjármagnshöft. Þessi áætlun á aðeins við um krónueignir Glitnis og Kaupþings. Þessar aðgerðir gætu skapað fordæmi fyrir samningum við aflandskrónueigendur. Einnig þarf að lengja verulega í erlendum lánum Landsbankans að andvirði 300 milljarða íslenskra króna sem eiga samkvæmt núverandi skilyrðum að greiðast upp árið 2018. Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Seðlabanki Íslands vinnur þessa dagana að áætlun sem ber vinnuheitið Bingó. Samkvæmt henni verða nauðasamningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings ekki samþykktir nema 400 milljarða krónueignir þrotabúanna fáist keyptar með 75% afslætti. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.Í svarbréfi Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til slitastjórnar Glitnis frá því í lok september segir hann þetta ekki vera samningsatriði. Seðlabankinn sé aftur á móti tilbúinn til að skoða „útfærðar hugmyndir“ sem ógni ekki fjármálastöðugleika Íslands. Náist ekki samningar um þetta við kröfuhafa er óraunhæft að hægt verði að veita undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða kröfuhöfum í erlendri mynt. Bingó-áætlunin gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn, og mögulega lífeyrissjóðirnir, kaupi kröfur búanna á innlenda aðila fyrir 25% af bókfærðu virði í skiptum fyrir gjaldeyri. Stærstu eignir þrotabúanna eru hlutir í Íslandsbanka og Arionbanka. Ekkert hefur gengið að selja þær eignir til erlendra fjárfesta og ekki útlit fyrir að það breytist. Svo virðist sem kröfuhafar græði ekki á því að málið tefjist. Þeir hafa áhyggjur af því að ef ekki tekst að ljúka nauðasamningum verði þrotabúin sett í formlegt greiðsluþrot og kröfuhafar fái aðeins greitt í íslenskum krónum. Ef marka má nýlegan dóm Hæstaréttar hafa almennir kröfuhafar ekki lagalegan rétt á greiðslum í erlendri mynt. Stjórnvöld gera kröfu um þessi skilyrði fyrir nauðasamningum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þessi áætlun leysir ekki nema hluta vandans við að afnema fjármagnshöft. Þessi áætlun á aðeins við um krónueignir Glitnis og Kaupþings. Þessar aðgerðir gætu skapað fordæmi fyrir samningum við aflandskrónueigendur. Einnig þarf að lengja verulega í erlendum lánum Landsbankans að andvirði 300 milljarða íslenskra króna sem eiga samkvæmt núverandi skilyrðum að greiðast upp árið 2018.
Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent