Körfubolti

Nýliði sá um meistara Miami Heat | Durant með stjörnuleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michael Carter-Williams
Michael Carter-Williams nordicphotos/getty
Philadelphia 76ers  vann frábæran sigur á meisturunum í Miami Heat ,114-110, í Philadelphia í nótt.

Nýliðinn Michael Carter-Williams, leikmaður Philadelphia 76ers, sýndi frábær tilþrif í leiknum og skoraði 22 stig, gaf 12 stoðsendingar og stal boltanum níu sinnum. Hreint út sagt magnaður leikur hjá leikmanninum.

LeBron James gerði 25 stig fyrir Miami Heat en það dugði ekki til. Heat hefur því unnið einn leik og tapað einum á tímabilinu.

Golden State Warriors rúllaði yfir LA Lakers 125-94 á heimavelli. Klay Thompson, leikmaður Golden State, gerði 38 stig í leiknum sem er hans besti árangur í leik á ferlinum. David Lee var með 24 stig og átta fráköst hjá heimamönnum sem voru ekki í neinum vandræðum með Lakers í nótt.

Oklahoma City Thunder vann flottan sigur á Utah Jazz, 101-98, í Salt Lake City en Kevin Durant gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig í leiknum, 15 af þeim í lokafjórðungnum.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar:

San Antonio – Memphis 101-94

Utah – Oklahoma  98-101

Phoenix - Portland 104-91

Sacramento – Denver 90-88

Golden State - LA Lakers 125-94

Toronto – Boston  93-87

Detroit – Washington  113-102

New York – Milwaukee 90-83

Cleveland – Brooklyn  98-94

Philadelphia – Miami  114-110

Houston – Charlotte  96-83

Minnesota – Orlando 120-115

New Orleans - Indiana 90-95

Dallas - Atlanta 118-109



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×