Fótbolti

BT Sport borgar 176 milljarða fyrir Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Meistaradeildin í fótbolta verður ekki lengur sýnd á Sky Sports eða ITV í Bretlandi því BT Sport tilkynnti í dag að sjónvarpsstöðin væri búin að tryggja sér þriggja ára samning við UEFA.

BT Sport tekur við Meistaradeildinni árið 2015 og mun sýna alla 350 leiki tímabilsins. Þetta er áfall fyrir Sky Sports og ITV sem deila sýningaréttinum í dag og sögulegt því stóru stöðvarnar hafa verið með sýningarréttinn undanfarna áratugi.

Þetta er stórtækt hjá BT Sport sjónvarpsstöðinni sem er glæný af nálinni. BT Sport er að sýna leiki úr ensku úrvalsdeildinni og frá fleiri "dýrum" íþróttaviðburðum. Markmið stöðvarinnar var að enda einokun Sky á helstu íþróttaviðburðunum í bresku sjónvarpi.

Samningurinn kostar BT Sport 897 milljón punda eða um 176 milljarða íslenskra króna. Þetta er tvöfalt dýrara en núverandi samningur hljóðar upp á samkvæmt heimildum BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×