Ældi á sviðið á tónleikum Ælu Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 18:12 Eitt af óvenjulegri atvikum Iceland Airwaves í ár átti sér stað á tónleikum Ælu á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Áhorfandi fór upp á svið á miðjum tónleikum og kastaði upp. Liðsmenn Ælu létu atvikið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að spila. Áhorfandinn var fjarlægður af sviðinu af starfsmönnum staðarins en uppákoman vakti mikla kátínu meðal áhorfenda. „Þetta var bara gjörningur hjá þessum áhorfenda - það mega allir æla á sviðinu okkar,“ segir Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu. „Þetta atvik setti skemmtilegan svip á tónleikana og við slógum eiginlega í gegn. Það var mjög fjölmennt og strákarnir í hljómsveitinni Midlake mættu og skemmtu sér mjög vel. Við spiluðum svo aftur á sunnudagskvöldinu og þá var aftur allt fullt.“ Tónleikar Ælu reyndust heldur betur gæfuríkir því sveitin nældi sér umboðsmann á tónleikunum á laugardag. „Ég spurði salinn hvort það væri einhver til í að vera umboðsmaðurinn okkar. Það voru fjórir sem buðu sig fram,“ segir Sveinn Helgi. Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá hér að neðan. Post by Bowen Staines. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Eitt af óvenjulegri atvikum Iceland Airwaves í ár átti sér stað á tónleikum Ælu á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Áhorfandi fór upp á svið á miðjum tónleikum og kastaði upp. Liðsmenn Ælu létu atvikið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að spila. Áhorfandinn var fjarlægður af sviðinu af starfsmönnum staðarins en uppákoman vakti mikla kátínu meðal áhorfenda. „Þetta var bara gjörningur hjá þessum áhorfenda - það mega allir æla á sviðinu okkar,“ segir Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu. „Þetta atvik setti skemmtilegan svip á tónleikana og við slógum eiginlega í gegn. Það var mjög fjölmennt og strákarnir í hljómsveitinni Midlake mættu og skemmtu sér mjög vel. Við spiluðum svo aftur á sunnudagskvöldinu og þá var aftur allt fullt.“ Tónleikar Ælu reyndust heldur betur gæfuríkir því sveitin nældi sér umboðsmann á tónleikunum á laugardag. „Ég spurði salinn hvort það væri einhver til í að vera umboðsmaðurinn okkar. Það voru fjórir sem buðu sig fram,“ segir Sveinn Helgi. Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá hér að neðan. Post by Bowen Staines.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira