Hvítir hrafnar sagðir flögra um sali Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2013 15:15 Össur Skarphéðinsson sagði Sigrúnu Magnúsdóttur sjaldséðari en hvíta hranfa í þingsölum. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún. Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún.
Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira