Vonast til að feta í fótspor Of Monsters and Men Bjarki Ármannsson skrifar 1. nóvember 2013 15:00 Hljómsveitin Vök stígur þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor. Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og nýliðinn Ólafur Alexander Ólafsson. „Við erum mjög spennt fyrir deginum,“ segir Margrét Rán. „Það verður bullandi stemning og ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta.“ Hljómsveitin mun m.a. spila á KEX Hosteli klukkan þrjú. Þeim tónleikum verður útvarpað á vefstöðinni KEXP frá Seattle. Vök fetar þannig í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem vann á sínum tíma Músíktilraunir og spilaði á KEXP í tengslum við Iceland Airways. „Já, að sjálfsögðu! Við yrðum meira en hamingjusöm ef okkur tækist það," segir Margrét spurð hvort stefnan sé að feta í fótspor Of Monsters and Men. „En stefnan er að koma breiðskífu í gang og byrja upptökur. Við ætlum að koma henni út í byrjun næsta árs.“ Þeir sem ekki vilja missa af tónleikum Vakar geta sótt Iceland Airwaves-app Símans, sem geymir upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar. Hér fyrir ofan má sjá upptöku af því þegar Vök tók lagið Ég bíð þín í myndveri FM957 í gær. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Vök stígur þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor. Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og nýliðinn Ólafur Alexander Ólafsson. „Við erum mjög spennt fyrir deginum,“ segir Margrét Rán. „Það verður bullandi stemning og ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta.“ Hljómsveitin mun m.a. spila á KEX Hosteli klukkan þrjú. Þeim tónleikum verður útvarpað á vefstöðinni KEXP frá Seattle. Vök fetar þannig í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem vann á sínum tíma Músíktilraunir og spilaði á KEXP í tengslum við Iceland Airways. „Já, að sjálfsögðu! Við yrðum meira en hamingjusöm ef okkur tækist það," segir Margrét spurð hvort stefnan sé að feta í fótspor Of Monsters and Men. „En stefnan er að koma breiðskífu í gang og byrja upptökur. Við ætlum að koma henni út í byrjun næsta árs.“ Þeir sem ekki vilja missa af tónleikum Vakar geta sótt Iceland Airwaves-app Símans, sem geymir upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar. Hér fyrir ofan má sjá upptöku af því þegar Vök tók lagið Ég bíð þín í myndveri FM957 í gær.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira