Tvíburarnir hætta á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2013 18:30 Kristin og Marie Hammarström Mynd/NordicPhotos/Getty Sænsku landsliðskonurnar og tvíburarnir Kristin og Marie Hammarström hafa báðar ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en þær hafa verið lykilleikmenn í sænska landsliðinu síðustu ár. Báðar enduðu þær Kristin og Marie ferilinn sem liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kopparbergs/Göteborg FC en þær hófu ferilinn hjá KIF Örebro og léku þá við hlið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Kristin og Marie Hammarström voru báðar í liði Svía sem sló íslenska landsliðið út úr átta liða úrslitum EM í sumar. Marie Hammarström skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Kristin Hammarström hélt marki sínu hreinu í 4-0 sigri. Systurnar eru 31 árs gamlar en þær fæddust 29. mars 1982. Kristin er markvörður en Marie miðjumaður. Báðar rökstuddu þær ákvörðun sína á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. „Ég er búin að æfa á hæsta stigi í fimmtán ár og hef spilað yfir 200 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta er orðið ágætt. Fjölskylduaðstæðurnar höfðu líka áhrif. Maðurinn minn býr og vinnur í Örebro og það hefur gengið upp í eitt ár en er ekki gott fyrirkomulag. Fyrir utan það erum við að hugsa um að stofna fjölskyldu," sagði Marie Hammarström við heimasíðu sænska sambandsins. „Ég hef hugsað um það að hætta í eitt ár og ég er ánægð að ég beið með það og fékk að upplifa það að spila á EM á heimavelli. Þetta var krefjandi sumar. Sænska deildin er ekki lengur eins spennandi og það eru tvö ár í næsta stórmót sem er langur tími," sagði Kristin Hammarström um ákvörðun sína. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Sænsku landsliðskonurnar og tvíburarnir Kristin og Marie Hammarström hafa báðar ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en þær hafa verið lykilleikmenn í sænska landsliðinu síðustu ár. Báðar enduðu þær Kristin og Marie ferilinn sem liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kopparbergs/Göteborg FC en þær hófu ferilinn hjá KIF Örebro og léku þá við hlið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Kristin og Marie Hammarström voru báðar í liði Svía sem sló íslenska landsliðið út úr átta liða úrslitum EM í sumar. Marie Hammarström skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Kristin Hammarström hélt marki sínu hreinu í 4-0 sigri. Systurnar eru 31 árs gamlar en þær fæddust 29. mars 1982. Kristin er markvörður en Marie miðjumaður. Báðar rökstuddu þær ákvörðun sína á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. „Ég er búin að æfa á hæsta stigi í fimmtán ár og hef spilað yfir 200 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta er orðið ágætt. Fjölskylduaðstæðurnar höfðu líka áhrif. Maðurinn minn býr og vinnur í Örebro og það hefur gengið upp í eitt ár en er ekki gott fyrirkomulag. Fyrir utan það erum við að hugsa um að stofna fjölskyldu," sagði Marie Hammarström við heimasíðu sænska sambandsins. „Ég hef hugsað um það að hætta í eitt ár og ég er ánægð að ég beið með það og fékk að upplifa það að spila á EM á heimavelli. Þetta var krefjandi sumar. Sænska deildin er ekki lengur eins spennandi og það eru tvö ár í næsta stórmót sem er langur tími," sagði Kristin Hammarström um ákvörðun sína.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira