Tvíburarnir hætta á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2013 18:30 Kristin og Marie Hammarström Mynd/NordicPhotos/Getty Sænsku landsliðskonurnar og tvíburarnir Kristin og Marie Hammarström hafa báðar ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en þær hafa verið lykilleikmenn í sænska landsliðinu síðustu ár. Báðar enduðu þær Kristin og Marie ferilinn sem liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kopparbergs/Göteborg FC en þær hófu ferilinn hjá KIF Örebro og léku þá við hlið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Kristin og Marie Hammarström voru báðar í liði Svía sem sló íslenska landsliðið út úr átta liða úrslitum EM í sumar. Marie Hammarström skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Kristin Hammarström hélt marki sínu hreinu í 4-0 sigri. Systurnar eru 31 árs gamlar en þær fæddust 29. mars 1982. Kristin er markvörður en Marie miðjumaður. Báðar rökstuddu þær ákvörðun sína á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. „Ég er búin að æfa á hæsta stigi í fimmtán ár og hef spilað yfir 200 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta er orðið ágætt. Fjölskylduaðstæðurnar höfðu líka áhrif. Maðurinn minn býr og vinnur í Örebro og það hefur gengið upp í eitt ár en er ekki gott fyrirkomulag. Fyrir utan það erum við að hugsa um að stofna fjölskyldu," sagði Marie Hammarström við heimasíðu sænska sambandsins. „Ég hef hugsað um það að hætta í eitt ár og ég er ánægð að ég beið með það og fékk að upplifa það að spila á EM á heimavelli. Þetta var krefjandi sumar. Sænska deildin er ekki lengur eins spennandi og það eru tvö ár í næsta stórmót sem er langur tími," sagði Kristin Hammarström um ákvörðun sína. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Sænsku landsliðskonurnar og tvíburarnir Kristin og Marie Hammarström hafa báðar ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en þær hafa verið lykilleikmenn í sænska landsliðinu síðustu ár. Báðar enduðu þær Kristin og Marie ferilinn sem liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kopparbergs/Göteborg FC en þær hófu ferilinn hjá KIF Örebro og léku þá við hlið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Kristin og Marie Hammarström voru báðar í liði Svía sem sló íslenska landsliðið út úr átta liða úrslitum EM í sumar. Marie Hammarström skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Kristin Hammarström hélt marki sínu hreinu í 4-0 sigri. Systurnar eru 31 árs gamlar en þær fæddust 29. mars 1982. Kristin er markvörður en Marie miðjumaður. Báðar rökstuddu þær ákvörðun sína á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. „Ég er búin að æfa á hæsta stigi í fimmtán ár og hef spilað yfir 200 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta er orðið ágætt. Fjölskylduaðstæðurnar höfðu líka áhrif. Maðurinn minn býr og vinnur í Örebro og það hefur gengið upp í eitt ár en er ekki gott fyrirkomulag. Fyrir utan það erum við að hugsa um að stofna fjölskyldu," sagði Marie Hammarström við heimasíðu sænska sambandsins. „Ég hef hugsað um það að hætta í eitt ár og ég er ánægð að ég beið með það og fékk að upplifa það að spila á EM á heimavelli. Þetta var krefjandi sumar. Sænska deildin er ekki lengur eins spennandi og það eru tvö ár í næsta stórmót sem er langur tími," sagði Kristin Hammarström um ákvörðun sína.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira