Hatursáróður í Sogamýri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2013 20:00 Þrír menn dreifðu svínshausum og svínsblóði um Sogamýri í dag. Var þetta gert til að mótmæla byggingu Mosku í Reykjavík. „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. Það var snemma í morgun sem ökumenn og vegfarendur við Mörkina tóku eftir undarlegum mannaferðum í Sogamýri. Þrír menn voru þar á ferð og dreifðu svínshausum og blóði um túnið. Þeir sögðu vegfarenda að þeir væru með þessu að mótmæla fyrirhugaðri Mosku á svæðinu og skildu þeir einnig eftir sjálfan Kóraninn, útataðan í svínablóði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru snöggir á staðinn og hreinsuðu upp hræin. Fáar en háværar raddir gagnrýnisraddir hafa verið uppi um byggingu Mosku í Sogamýri. En lóðinni hefur verið úthlutað, deiliskipulagið samþykkt og hugmyndasamkeppni um útlit bænahússins hefst á næstunni.Frá Sogamýrií dag.MYND/VILHELMÞó að sátt ríki að mestu um framkvæmdirnar í Sogamýri eru hópar, aðallega á Facebook, sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni. Vel yfir þrjú þúsund manns hafa lækað hópinn Mótmælum mosku á Íslandi.Í ágúst síðastliðnum greindi Vísir frá því að notendur á nýnasista-vefsvæðinu alræmda Stormfront hefðu hvatt íslendinga til að mótmæla moskunni. Hér er um að ræða hreinræktaðan hatursáróður. Mönnunum sem örkuðu um túnið í morgun, með svínshausa í eftirdragi, mistókst ætlunarverk sitt, að mati forsvarsmanna Félags múslima á Íslandi sem gefa lítið fyrir lágkúru sem þessa. Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun. Hann fær reglulega hatursfull skilaboð á samskiptamiðlum og í smáskilaboðum. Hann vorkennir þeim sem voru að verki í Sogamýri í morgun.Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun.„Þetta er óskiljanlegt. Þetta er sárt en engu að síður getur maður ekki annað en hlegið að þessu fólki og vorkennt,“ segir Salmann. Hann segir atburðinn fyrst og fremst undirstrika vanþekkingu þessa hóps á Íslam. „Þetta móðgar okkur ekki neitt. Þetta sýnir í raun aðeins hvers eðlis þetta fólk er. Ef þetta breiðist út í okkar fallega samfélagi þá getur það skaðað okkur öll,“ segir Salmann að lokum. Tengdar fréttir Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53 Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40 Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00 Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þrír menn dreifðu svínshausum og svínsblóði um Sogamýri í dag. Var þetta gert til að mótmæla byggingu Mosku í Reykjavík. „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. Það var snemma í morgun sem ökumenn og vegfarendur við Mörkina tóku eftir undarlegum mannaferðum í Sogamýri. Þrír menn voru þar á ferð og dreifðu svínshausum og blóði um túnið. Þeir sögðu vegfarenda að þeir væru með þessu að mótmæla fyrirhugaðri Mosku á svæðinu og skildu þeir einnig eftir sjálfan Kóraninn, útataðan í svínablóði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru snöggir á staðinn og hreinsuðu upp hræin. Fáar en háværar raddir gagnrýnisraddir hafa verið uppi um byggingu Mosku í Sogamýri. En lóðinni hefur verið úthlutað, deiliskipulagið samþykkt og hugmyndasamkeppni um útlit bænahússins hefst á næstunni.Frá Sogamýrií dag.MYND/VILHELMÞó að sátt ríki að mestu um framkvæmdirnar í Sogamýri eru hópar, aðallega á Facebook, sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni. Vel yfir þrjú þúsund manns hafa lækað hópinn Mótmælum mosku á Íslandi.Í ágúst síðastliðnum greindi Vísir frá því að notendur á nýnasista-vefsvæðinu alræmda Stormfront hefðu hvatt íslendinga til að mótmæla moskunni. Hér er um að ræða hreinræktaðan hatursáróður. Mönnunum sem örkuðu um túnið í morgun, með svínshausa í eftirdragi, mistókst ætlunarverk sitt, að mati forsvarsmanna Félags múslima á Íslandi sem gefa lítið fyrir lágkúru sem þessa. Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun. Hann fær reglulega hatursfull skilaboð á samskiptamiðlum og í smáskilaboðum. Hann vorkennir þeim sem voru að verki í Sogamýri í morgun.Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun.„Þetta er óskiljanlegt. Þetta er sárt en engu að síður getur maður ekki annað en hlegið að þessu fólki og vorkennt,“ segir Salmann. Hann segir atburðinn fyrst og fremst undirstrika vanþekkingu þessa hóps á Íslam. „Þetta móðgar okkur ekki neitt. Þetta sýnir í raun aðeins hvers eðlis þetta fólk er. Ef þetta breiðist út í okkar fallega samfélagi þá getur það skaðað okkur öll,“ segir Salmann að lokum.
Tengdar fréttir Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53 Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40 Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00 Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53
Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40
Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00
Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51