NBA: Ellefu í röð hjá Portland og San Antonio - mögnuð nýting LeBrons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2013 07:11 Tony Parker skorar körfu í nótt. Mynd/AP Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð. Miami Heat vann sinn sjöunda sigur í röð þar sem LeBron James þurfti aðeins 14 skot til að skora 35 stig og Indiana Pacers gefur ekkert eftir. Utah Jazz var aðeins búið að vinna 1 af 15 leikjum en vann Chicago Bulls í nótt í fyrsta leiknum eftir að ljóst varð að Derrick Rose myndi missa af tímabilinu.LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 14 fráköst í 102-91 sigri Portland Trail Blazers á New York Knicks. Frakkinn Nicolas Batum bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en þetta er lengsta sigurganga Portland-liðsins síðan í desember 2007. Carmelo Anthony var með 34 stig og 15 fráköst hjá New York sem tapaði sínum sjötta leik í röð.Manu Ginobili skoraði 16 stig og var einn af sjö leikmönnum San Antonio Spurs sem skoruðu yfir tíu stig í 112-93 sigri á New Orleans Pelicans. Þetta var ellefti sigur San Antonio í röð og sá þrettándi í fjórtán leikjum á leiktíðinni. Tony Parker var með 14 stig og 7 stoðsendingar, Tiago Splitter skoraði 11 stig og Tim Duncan var með 10 stig. Marco Belinelli (14 stig) Boris Diaw (13 stig) og Patty Mills (12 stig) skiluðu síðan allir sínu af bekknum. Ryan Anderson skoraði stig fyrir Pelíkanana.Nýliðinn Trey Burke skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar Utah Jazz vann 89-83 sigur á Chicago Bulls í framlengdum leik. Burke var með 14 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Marvin Williams skoraði 17 stig fyrir Utah og þeir Gordon Hayward (12 stoðsendingar) og Richard Jefferson voru báðir með 15 stig. Carlos Boozer skoraði 26 stig og tók 16 fráköst fyrir Chicago og Luol Dengvar með 24 stig í fjórða leik liðsins á fimm dögum.LeBron James skoraði 35 stig þegar Miami Heat vann 107-92 sigur á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að taka aðeins 14 skot í leiknum. Dwayne Wade var með 21 stig og 12 stoðendingar í sjöunda sigri Miami-liðsins í röð. LeBron James hitti úr 11 af 14 skotum sínum utan af velli og öllum 11 vítunum. Ray Allen bætti við 17 stigum fyrir Miami en Channing Frye var atkvæðamestur hjá Phoenix með 16 stig.George Hill og Paul George skoruðu báðir 26 stig þegar Indiana Pacers vann 98-84 sigur á Minnesota Timberwolves í þrettánda sigri liðsins í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Þeir hittu saman úr 9 af 29 skotum þar af 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Love var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Minnesota og Nikola Pekovic skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - Boston Celtics 86-96 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 98-84 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 113-94 Miami Heat - Phoenix Suns 107-92 S Memphis Grizzlies - Houston Rockets 86-93 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 96-110 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 89-83 (framlengt) Portland Trail Blazers - New York Knicks 102-91Mynd/AP NBA Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð. Miami Heat vann sinn sjöunda sigur í röð þar sem LeBron James þurfti aðeins 14 skot til að skora 35 stig og Indiana Pacers gefur ekkert eftir. Utah Jazz var aðeins búið að vinna 1 af 15 leikjum en vann Chicago Bulls í nótt í fyrsta leiknum eftir að ljóst varð að Derrick Rose myndi missa af tímabilinu.LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 14 fráköst í 102-91 sigri Portland Trail Blazers á New York Knicks. Frakkinn Nicolas Batum bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en þetta er lengsta sigurganga Portland-liðsins síðan í desember 2007. Carmelo Anthony var með 34 stig og 15 fráköst hjá New York sem tapaði sínum sjötta leik í röð.Manu Ginobili skoraði 16 stig og var einn af sjö leikmönnum San Antonio Spurs sem skoruðu yfir tíu stig í 112-93 sigri á New Orleans Pelicans. Þetta var ellefti sigur San Antonio í röð og sá þrettándi í fjórtán leikjum á leiktíðinni. Tony Parker var með 14 stig og 7 stoðsendingar, Tiago Splitter skoraði 11 stig og Tim Duncan var með 10 stig. Marco Belinelli (14 stig) Boris Diaw (13 stig) og Patty Mills (12 stig) skiluðu síðan allir sínu af bekknum. Ryan Anderson skoraði stig fyrir Pelíkanana.Nýliðinn Trey Burke skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar Utah Jazz vann 89-83 sigur á Chicago Bulls í framlengdum leik. Burke var með 14 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Marvin Williams skoraði 17 stig fyrir Utah og þeir Gordon Hayward (12 stoðsendingar) og Richard Jefferson voru báðir með 15 stig. Carlos Boozer skoraði 26 stig og tók 16 fráköst fyrir Chicago og Luol Dengvar með 24 stig í fjórða leik liðsins á fimm dögum.LeBron James skoraði 35 stig þegar Miami Heat vann 107-92 sigur á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að taka aðeins 14 skot í leiknum. Dwayne Wade var með 21 stig og 12 stoðendingar í sjöunda sigri Miami-liðsins í röð. LeBron James hitti úr 11 af 14 skotum sínum utan af velli og öllum 11 vítunum. Ray Allen bætti við 17 stigum fyrir Miami en Channing Frye var atkvæðamestur hjá Phoenix með 16 stig.George Hill og Paul George skoruðu báðir 26 stig þegar Indiana Pacers vann 98-84 sigur á Minnesota Timberwolves í þrettánda sigri liðsins í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Þeir hittu saman úr 9 af 29 skotum þar af 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Love var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Minnesota og Nikola Pekovic skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - Boston Celtics 86-96 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 98-84 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 113-94 Miami Heat - Phoenix Suns 107-92 S Memphis Grizzlies - Houston Rockets 86-93 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 96-110 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 89-83 (framlengt) Portland Trail Blazers - New York Knicks 102-91Mynd/AP
NBA Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira