„Líkt og einræði í Norður-Kóreu“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2013 19:57 Margeir Vilhjálmsson. Mynd/Arnþór Margeir Vilhjálmsson, sem tapaði nýverið fyrir Hauki Erni Birgissyni í formannskjöri GSÍ, hefur lagt fram kæru vegna niðurstöðu kosningarinnar. Marger er ósáttur við þau vinnubrögð skipaðrar kjörnefndar GSÍ sem ákvað að mæla með Hauki Erni, mótframbjóðenda Margeirs. „[Nefndin] kaus að sniðganga framboð mitt með öllu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Margeirs sem má lesa í heild sinni hér neðst í fréttinni. Margeir segir enn fremur að hann hafi fengið lítinn tíma til að kynna sín stefnumál. „Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir.“Yfirlýsingin í heild sinni: „Í framhaldi af framboði mínu til embættis forseta GSÍ hef ég ákveðið vegna fjölda áskorana að leggja fram kæru vegna kosningarinnar og fá hana dæmda ógilda. Ég hef ráðið lögmenn til verksins. Ég tilkynnti framboð mitt opinberlega og til GSÍ með tveggja vikna fyrirvara. GSÍ sendi samkvæmt beiðni minni tilkynningu um framboðið til aðildarklúbba sambandsins. Á þinginu var kosin kjörnefnd. Nefndin sem skipuð var Inga Þór Hermannssyni GO, Garðari Eyland GR og Elsu Valgeirsdóttur GV, kaus að sniðganga framboð mitt með öllu og mæla svo með samdóma eins og það var kallað mótframbjóðanda mínum. Stjórn GSÍ valdi í kjörnefndina en þar átti mótframbjóðandi minn sæti. Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir. Lýðræðið var þarna fótum troðið að mati góðra manna og sjálfsagt að láta á það reyna hvort hér á landi búi íþróttahreyfingin við lýðræði eða einræði að Norður Kóreskum hætti. Með golfkveðju, Margeir Vilhjálmsson“ Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Margeir Vilhjálmsson, sem tapaði nýverið fyrir Hauki Erni Birgissyni í formannskjöri GSÍ, hefur lagt fram kæru vegna niðurstöðu kosningarinnar. Marger er ósáttur við þau vinnubrögð skipaðrar kjörnefndar GSÍ sem ákvað að mæla með Hauki Erni, mótframbjóðenda Margeirs. „[Nefndin] kaus að sniðganga framboð mitt með öllu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Margeirs sem má lesa í heild sinni hér neðst í fréttinni. Margeir segir enn fremur að hann hafi fengið lítinn tíma til að kynna sín stefnumál. „Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir.“Yfirlýsingin í heild sinni: „Í framhaldi af framboði mínu til embættis forseta GSÍ hef ég ákveðið vegna fjölda áskorana að leggja fram kæru vegna kosningarinnar og fá hana dæmda ógilda. Ég hef ráðið lögmenn til verksins. Ég tilkynnti framboð mitt opinberlega og til GSÍ með tveggja vikna fyrirvara. GSÍ sendi samkvæmt beiðni minni tilkynningu um framboðið til aðildarklúbba sambandsins. Á þinginu var kosin kjörnefnd. Nefndin sem skipuð var Inga Þór Hermannssyni GO, Garðari Eyland GR og Elsu Valgeirsdóttur GV, kaus að sniðganga framboð mitt með öllu og mæla svo með samdóma eins og það var kallað mótframbjóðanda mínum. Stjórn GSÍ valdi í kjörnefndina en þar átti mótframbjóðandi minn sæti. Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir. Lýðræðið var þarna fótum troðið að mati góðra manna og sjálfsagt að láta á það reyna hvort hér á landi búi íþróttahreyfingin við lýðræði eða einræði að Norður Kóreskum hætti. Með golfkveðju, Margeir Vilhjálmsson“
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira