Umfjöllun og viðtöl: Þór - Skallagrímur 110-91 | Öruggt í Þorlákshöfn Daníel Rúnarsson í Þorlákshöfn skrifar 25. nóvember 2013 14:26 Mynd/Vilhelm Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu í kvöld afsakplega sannfærandi sigur á Skallagrími úr Borganesi. Bæði lið höfðu fyrir leik kvöldsins tapað þremur síðustu leikjum sínum og voru því með bakið upp við vegg. Þórsarar tóku stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu og létu hana ekki af hendi fyrr en lokaflautið gall. Þórsarar komu af krafti inn í leikinn og tóku forystuna í upphafi. Borgnesingar virtust hreinlega ekki mættir í Icelandic Glacial höllina. Um miðbik leikhlutans virtust gestirnir þó aðeins ranka við sér úr rotinu. En það dugði ekki til. Fínn varnarleikur heimamanna og skortur á mótstöðu frá gestunum hinu megin á vellinum hjálpuðu til við að koma heimamönnum í sex stiga forystu við lok leikhlutans. Nokkur vel valin orð voru látin falla á bekknum hjá Skallagrími á milli leikhluta en þau orð virðast hafa farið inn um eitt eyrað og út um hitt hjá leikmönnum. Þórsarar komu aftur af afli inn í leikhlutann, skoruðu fyrstu sjö stig hans og voru skyndilega komnir með 13 stiga forystu. Eftir því sem leið á leikhlutann hertu heimamenn tökin á vörninni og sölluðu niður skotunum hinum megin á vellinum. Mótstaða gestanna var þó ekki mikil þeim megin. Tröllatroðsla hins 218 sentímetra háa Ragnar Nathanaelssonaru um miðbik leikhlutans gaf síðan tóninn fyrir það sem á eftir kom. Borgnesingar koðnuðu niður og léku skelfilegan varnarleik. Þórsarar gengu á lagið, skoruðu 9 síðustu stig fyrri hálfleiks og þegar yfir lauk var forysta þeirra rúm 30 stig, 64-33. Sóknarleikur Borgnesinga afleitur og vörnin enn verri. Páll Axel Vilbergsson var eini leikmaður gestanna með meðvitund. Hjá heimamönnum var stigaskorunin jöfn og góð, fimm leikmenn með yfir tíu stig. Í upphafi þriðja leikhluta vaknaði smá líf í herbúðum gestanna og skoruðu þeir fyrstu 5 stig seinni hálfleiksins. Það dugði þó skammt enda Þórsarar í feiknarformi í sókninni. Mótstaða gestanna var áfram lítil á þeim enda vallarins. Þrátt fyrir skárri sóknarleik gestanna ef miðað er við annan leikhlutann þá kom það ekki í veg fyrir að heimamenn bættu við forystuna. Nemanja Sovic stráði síðan salti í sár Borgnesinga með þriggja stiga flautukorfu við lok leikhlutans. Staðan fyrir fjórða leikhluta 91-54. Ótrúlegar tölur. Aftur komu gestirnir úr Borgarnesi sterkir inn í leikhlutann og skoruðu, líkt og í upphafi þess þriðja, fyrstu fimm stig fjórða leikhlutans. Þórsarar slökuðu á í vörninni sem vakti litla hrifningu þjálfa þeirra, Benedikts Guðmundssonar. Hann tók leikhlé um leið og messaði yfir sínum mönnum. Það er ekki oft sem undirritaður hefur séð þjálfara eins reiðann sínum leikmönnum þrátt fyrir um 30 stiga forystu, en Benedikt er kröfuharður þegar kemur að varnarleik. Borgnesingar sýndu afar virðingarverða baráttu og minnkuðu muninn niður í 17 stig, 101-84, þegar þrjár mínútur lifðu leiks. En nær komust þeir ekki. Þórsarar sigldu sigrinum í örugga höfn, lokatölur 110 - 91.Þór Þ.-Skallagrímur 110-91 (28-22, 36-11, 27-21, 19-37)Þór Þ.: Nemanja Sovic 30/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 24/12 fráköst, Mike Cook Jr. 20/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 19/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 10/4 fráköst/12 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2.Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 35/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 19/5 fráköst, Oscar Jermaine Bellfield 18/4 fráköst/9 stoðsendingar, Egill Egilsson 7/10 fráköst, Davíð Guðmundsson 5, Davíð Ásgeirsson 4, Trausti Eiríksson 2, Orri Jónsson 1.Pálmi: Allir skitu í heyið Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, var að vonum afar ósáttur við sína menn eftir leik: „Ég var mjög hissa á því hvernig við mættum til leiks. Ég hef aldrei lent í þessu áður. Þeir völtuðu yfir okkur hérna í kvöld og okkur virtist bara vera alveg sama,“ sagði Pálmi við Vísi eftir leikinn. „Þeir negldu þriggja stiga körfum í andlitið á okkur trekk í trekk. Það var eins og það kæmi okkur á óvart Nemanja Sovic hitti úr opnum skotum. Þeir hirtu alla lausa bolta á meðan við stóðum bara og horfðum á." „Þeir vildu þetta bara miklu, miklu meira. Menn þurfa að taka sig saman í andlitinu og spyrja sig af hverju þeir eru í þessu, ef þeir ætla að spila svona. Páll Axel og Grétar voru þeir einu sem voru að sýna einhvern áhuga á þessu fannst mér." Borgnesingar spörkuðu aðeins til baka í fjórða leikhluta og segir Pálmi að hans menn hefðu þurft að hysja upp um sig. „Við þurftum að gera það eftir þessa skitu. Egill kom með fína baráttu í fjórða leikhluta. En við þurfum að vinna meira saman eins og lið. Ekki bara bíða eftir að aðrir geri þetta." Skallagrímsmenn tefldu fram nýjum erlendum leikmanni með reynslu úr NBA deildinni. Sá heitir Oscar Bellfield. Fannst Pálma vera NBA-bragur á nýja manninum? „Nei alls ekki. Hann var ekki að skila því sem ég vonaðist til. Ég var ósáttur við hann í þessum leik. Þetta er alls ekki honum að kenna samt - það voru allir að skíta í heyið hjá okkur." Tapið gegn Þór í kvöld var fjórða tap Borgnesinga í röð. Hvernig líst Pálma á framhaldið? „Ég er handviss á því að við munum ná að spyrna okkur við botninn núna. Ég trúi því ekki að við getum spilað verr en þetta. En ég verð þó í lokin að gefa Þór það sem þeir eiga. Þeir voru frábærir í kvöld, spiluðu saman og fundu alltaf opna manninn. Mjög flottir."Benedikt: Þeir geta allir orðið góðir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, var sáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var alveg frábær og þessi leikur vinnst bara á honum. Svo dettum við í það að verja forskotið í þriðja og fjórða leikhluta. Ég var sérstaklega ósáttur við varnarleikinn í fjórða leikhluta. Ég var að láta mig dreyma um það að menn myndu ná að halda fókus út allan leikinn varnarlega en það tókst ekki," sagði Benedikt við Vísi eftir leikinn. Páll Axel reyndist Þórsurum afar hættulegur í leiknum og skoraði 35 stig. „Hann var magnaður í þessum leik fyrir þá og er ennþá bara drullugóður leikmaður. Ef menn halda ekki einbeitingu gegn honum þá refsar hann þeim um leið. Páll Axel verður með þessa skotstroku þegar hann verður kominn yfir sextugt." Það vakti athygli að stigaskorun heimamanna dreifðist jafnt á milli leikmanna liðsins. Í hálfleik voru fimm leikmenn liðsins komnir yfir 10 stig. „Ég er ánægðastur í þessum leik með að fá framlag frá svona mörgum. Það er það sem við erum stöðugt að vinna í. Þegar það tekst þá eigum við góða leiki. Það vantar stöðugleika í þessa ungu stráka, sem er eðlilegt. Það er svo okkar hlutverk að fjölga þessum leikjum hjá þeim. Koma þeim yfir þröskuldinn úr þvi að vera efnilegir og í það að vera góðir. Baldur var til dæmis magnaður í dag með 12 stoðsendingar og 10 stig. Þeir geta þetta allir þessir strákar. " Með sigrinum í kvöld batt Þór enda á þriggja leikja taphrinu. Hvernig líst Benedikti á framhaldið? „Ég er alltaf brattur fyrir framhaldið. Við erum þannig lið að við eigum sigurinn aldrei vísan, en við erum líka þannig að andstæðingurinn á heldur aldrei sigurinn vísan gegn okkur. Ég veit í raun aldrei nákvæmlega hvað ég er að fara að fá frá mínum mönnum. Það er hluti af því að vera með ungt lið þó maður reyni að gera sitt besta til að hjálpa þeim til að blómstra í hverjum leik." „Því fleiri sem ná stöðugleika í sínum leik og komast yfir þennan fræga þröskuld, þeim mun ofar í töflunni komumst við í vor. Á þessu tímabili erum við að leggja mesta áherslu á að hjálpa leikmönnunum að þróa sinn leik, frekar en að horfa bara á töfluna." sagði Benedikt að lokum.Ragnar: Vil sýna að ég er besti miðherji deildarinnar „Við höfum verið að mæta í undanfarna leiki eins og við séum betri og höfum tapað þremur leikjum í röð. Í dag mættum við bara með hausinn í lagi og áttum frábæran leik fyrir utan fjórða leikhluta þar sem við hættum að spila vörn," sagði Ragnar Nathanaelsson, miðherjinn öflugi úr liði Þórs. „Ég var mjög sáttur við minn leik (24 stig, 12 fráköst). Ég æfði vel með landsliðinu í sumar og fékk þá góða aukaþjálfun í grunnatriðum leiksins sem mig skorti aðeins. Núna vill ég bara sanna mig og sýna að ég er besti centerinn í þessari deild." Hinn stóri og stæðilegi Grétar Erlendsson lék sinn fyrsta leik í Icelandic Glacial höllinni eftir að hafa skipt frá Þór og yfir í Skallagrím fyrir sumarið. Var frákastabaráttan hörð í teignum? „Já, ég allavega vann baráttuna í dag. Við vildum líka bara sýnna Grétari að hann gerði mistök með því að fara yfir til Skallagríms. En við mætumst aftur á sunnudaginn í bikarnum þannig að ég verð að passa mig að vera ekki of kokhraustur." sagði þessi skemmtilegi leikmaður að lokum.Leiklýsing:4. leikhl. | Lokið | Þór 107 - 88 Skallagrímur: ÁEftir þrjá skelfilega leikhluta vöknuðu Borgnesingar í þeim fjórða. Á sama tíma gaf frábær varnarleikur Þórsara eftir og á tímabili leit út fyrir að Skallagrímsmönnum væri að takast hið ómögulega. En allt kom fyrir ekki og 19 stiga sigur Þórsara staðreynd.4. leikhl. | 1 mín eftir | Þór 107 - 88 Skallagrímur: Áhlaup Borgnesinga kom of seint. Þórsarar eru að sigla þessum sigri í örugga höfn.4. leikhl. | 3 mín eftir | Þór 103 - 84 Skallagrímur: Hægt gengur en gengur samt. Borgnesingar nálgast Þórsara og nú munar 19 stigum á liðunum. Allt annað að sjá sóknarleik liðsins en á sama tíma hafa Þórsarar gefið eftir. Er tankurinn að tæmast?4. leikhl. | 4 mín eftir | Þór 99 - 79 Skallagrímur: Gestirnir halda áfram að saxa á forystu Þórsara. Hafa minnkað hana um heil 17 stig á sex mínútum. Er von?4. leikhl. | 6 mín eftir | Þór 99 - 75 Skallagrímur: Virðingarverð barátta Borgnesinga þrátt fyrir að leikurinn virðist löngu tapaður. Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara er ekki sáttur við sína menn sem hafa gefið eftir í varnarleiknum. Ekki oft sem maður sér þjálfara lesa sínum mönnum pistilinn þegar lið hans er tæpum þrjátíu stigum yfir, en Benedikt er kröfuharður.4. leikhl. | 8 mín eftir | Þór 93 - 64 Skallagrímur: Ásetningsvilla dæmd á Þórsarann Tómas Heiðar. Borgnesingar fara þvi á línuna og fá boltann. Geta lagað stöðuna en það er einfaldlega alltof lítið og alltof seint.4. leikhl. | 9 mín eftir | Þór 91 - 59 Skallagrímur: Aftur byrja Borgnesingar leikhlutann af krafti og skora fyrstu fimm stigin.3. leikhl. | Lokið | Þór 91 - 54 Skallagrímur: Þó svo að Borgnesingar hafi rumlega tvöfaldað stigaskor sitt í þriðja leikhluta samanborið við annan leikhluta þá dugði það skammt. Þórsarar léku á alls oddi í sókninni og þriggja stiga flautukarfa Nemanja Sovic kom forskoti heimamanna í 37 stig. Ótrúlegur leikur hjá Þórsurum.3. leikhl. | 1 mín eftir | Þór 86 - 51 Skallagrímur: Það hefur hægst aðeins á leiknum núna undir lok þriðja leikhluta, en Ragnar kveikir í kofanum með þriðju troðslu kvöldsins. Þessi var ágæt. Svokallað iðnaðartroð.3. leikhl. | 2 mín eftir | Þór 84 - 51 Skallagrímur: Nemanja Sovic hefur gert það að vana sínum hér í kvöld að setja niður þriggja stiga skot eftir leikhlé þjálfara - og hann brýtur ekkert út af vananum núna. 3. leikhl. | 3 mín eftir | Þór 81 - 51 Skallagrímur: Grétar með þriggja stiga körfu og Þórsarar taka leikhlé.3. leikhl. | 4 mín eftir | Þór 81 - 48 Skallagrímur: Leikurinn í ákveðnu jafnvægi enda hentar það Þórsurum ágætlega. Þeir eru í bílstjórasætinu.3. leikhl. | 5 mín eftir | Þór 78 - 45 Skallagrímur: Páll Axel heldur áfram að klóra í bakkann fyrir gestina en það er til lítils þegar varnarleikur liðsins er litill sem enginn. Þórsarar malla áfram eins og góður dísel trukkur, skila stigum í nánast hverri sókn.3. leikhl. | 6 mín eftir | Þór 74 - 42 Skallagrímur: Sóknarleikur Skallagrímsmanna enn tilviljanakenndur og samskiptaleysi leikmanna áberandi.3. leikhl. | 7 mín eftir | Þór 71 - 40 Skallagrímur: Töluvert meiri barátta í gestunum en Þórsarar gefa þó lítið eftir. Páll Axel áfram langbesti maður Borgnesinga.3. leikhl. | 8 mín eftir | Þór 68 - 38 Skallagrímur: Gestirnir koma sterkir til leiks eftir hálfleiksræðuna og skora fyrstu 5 stig seinni hálfleik. Ragnar Nathanaelsson setur fyrstu stig heimamanna - að sjálfsögðu með troðslu.Hálfleikur: Hjá heimamönnum er stigaskorun ansi jöfn. Þeir Nemanja Sovic og Mike Cook Jr. eru með 15 stig hvor, á eftir þeim koma síðan Tómar Heiðar með 12 stig og Baldur og Ragnar með 10 stig hvor. Hjá gestunum er fátt um fína drætti eins og staðan segir til um. Þar er það helst Páll Axel sem hefur farið fyrir sínum mönnum með 17 stig og fjögur fráköst. Nýi leikmaðurinn þeirra, Oscar Bellfield er með átta stig og tvær stoðsendingar.2. leikhl. | Lokið | Þór 64 - 33 Skallagrímur: Eftir leikhlé Borgnesinga tóku heimamenn í Þór 9-0 sprett. Mikil óánægja er á meðal leikmanna gestanna og reynsluboltinn Páll Axel lætur nokkur vel valin, óprenthæf, orð fljúga til félaga sinna. Það er ljóst að brekkan verður brött fyrir Borgnesinga í seinni hálfleik.2. leikhl. | 1 mín eftir | Þór 55 - 33 Skallagrímur: Nemanja Sovic nýtti hvíldina í leikhlénu vel og skellir niður glæsilegu þriggja stiga skoti fyrir heimamenn. Ekki batnar það fyrir Borgnesinga. 2. leikhl. | 2 mín eftir | Þór 52 - 33 Skallagrímur: Gestirnir biðja um leikhlé þegar tvær mínutur eru eftir af fyrri hálfleik. Ekki vanþörf á enda liðið 19 stigum undir, hafa aðeins skorað 11 stig í leikhlutanum.2. leikhl. | 3 mín eftir | Þór 50 - 31 Skallagrímur: Páll Axel dregur vagninn fyrir Borgnesinga með 17 stig, ríflega helming stiga liðsins. En þeir þurfa meira, það er ljóst.2. leikhl. | 4 mín eftir | Þór 45 - 28 Skallagrímur: Tapaður bolti hjá nýliðanum með NBA reynsluna og Þórsarar geysast fram völlinn og fá auðvelt sniðskot. Það gengur lítið upp hjá gestunum þennan leikhlutann. 2. leikhl. | 5 mín eftir | Þór 42 - 26 Skallagrímur: Gestirnir reyna allt hvað þeir geta en komast lítt áleiðis. Þórsarar bæta hægt og bítandi við forystu sína. 2. leikhl. | 6 mín eftir | Þór 37 - 24 Skallagrímur: Tröllatroðsla! Ragnar Nathanaelsson hefur sig til flugs og treður yfir Borgnesinga. Ekki mikilli gestrisn fyrir að fara þar, enda algjör óþarfi þegar inn á völlinn er komið. 2. leikhl. | 7 mín eftir | Þór 35 - 22 Skallagrímur: Sambland sterkrar varnar Þórsara og tilviljanakennds sóknarleiks Skallagríms veldur því að gestirnir eru ekki enn komnir á blað í öðrum leikhluta þegar þrjár mínútur eru liðnar af leikhlutanum. 2. leikhl. | 8 mín eftir | Þór 35 - 22 Skallagrímur: Heimamenn skora sjö fyrstu stigin í öðrum leikhluta - leika hreinlega á alls oddi. Skyndilega er munurinn orðinn 13 stig og Borgnesingar í vandræðum. 1. leikhl. | Lokið | Þór 28 - 22 Skallagrímur: Borgnesingar saxa niður muninn fyrir lok leikhlutans en heimamenn leiða þó með sex stigum. 1. leikhl. | 2 mín eftir | Þór 24 - 17 Skallagrímur: Gestirnir svara strax með þriggja stiga körfu. Ragnar hinn hávaxni fellur í gólfið svo glymur í höllinni eftir baráttu í teignum hinu megin á vellinum. 1. leikhl. | 3 mín eftir | Þór 24 - 14 Skallagrímur: Frábær leikkafli frá Þórsurum og þeir koma sér í þægilega 10 stiga forystu. Þjálfari Skallagríms biður um leikhlé samstundis.1. leikhl. | 5 mín eftir | Þór 15 - 10 Skallagrímur: Sovic með sterka þriggja stiga körfu fyrir heimamenn eftir stoðsendingu frá Baldri. 1. leikhl. | 6 mín eftir | Þór 12 - 10 Skallagrímur: Ragnar Nathanaelsson setur tvö skot niður af vítalínunni fyrir heimamenn. Alltaf skemmtileg, en þó sjaldgæf sjón, að sjá stóra menn setja niður vítaskotin sín. Skallagrímsmenn hanga í heimamönnum og hafa lagfært sóknarleik sinn aðeins.1. leikhl. | 7 mín eftir | Þór 9 - 6 Skallagrímur: Tómas aftur af línunni fyrir Þór. Nýi maðurinn í liði Skallagríms einnig kominn á blað.1. leikhl. | 8 mín eftir | Þór 8 - 4 Skallagrímur: Heimamenn sterkir á fyrstu mínútunum en Borgnesingar geta sjálfum sér um kennt. Klaufalegar sendingar í sókninni. 1. leikhl. | 9 mín eftir | Þór 2 - 2 Skallagrímur: Tómas skorar fyrstu stig heimamanna af vítalínunni en Grétar svarar um hæl hinu megin á vellinum. Leikurinn er farinn af stað.Fyrir leik:Bæði liðin hafa tapað þremur leikjum í röð og það er því ljóst að löng taphrina endar í kvöld. Skallagrímsmenn eru einnig að bíða eftir fyrsta útisigri tímabilsins. Bakvörðurinn Oscar Bellfield spilar þarna sinn fyrsta leik með Skallagrímsliðinu en hann hefur meðal annars reynt fyrir sér á sumaræfingum með NBA-liðunum Memphis Grizzlies og New York Knicks. Grétar Ingi Erlendsson snýr í kvöld í fyrsta skipti aftur á sinn gamla heimavöll en hann skipti yfir til Borgnesinga fyrir tímabilið. Í liði Skallagríms hefur Mychal Green farið fremstur í flokki í bæði stigaskorun og stoðsendingum, með 21 stig og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Borgnesingar hafa þó fengið eins og áður sagði nýjann leikmann í sinar raðir sem leikur sinn fyrsta leik hér í kvöld. Grétar Erlendsson hefur verið á frákastavaktinni með tæp níu stykki að meðaltali. Hjá heimamönnum hefur Mike Cook verið langsamlega atkvæðamestur í stigaskorun það sem af er tímabili en kappinn er með tæp 29 stig að meðaltali í leik. Íslenski risinn Ragnar Nathanaelsson hefur hinsvegar séð um að rífa niður fráköstin og nýtt til þess alla sína 218 sentímetra, með rétt rúm 12 fráköst að meðaltali í leik. Það er því ljóst að baráttan um fráköstin verður hörð hér í Icelandic Glacial höllinni á milli þeirra Grétars og Ragnars. Hinn tveggja metra hái Grétar myndi á venjulegum degi flokkast sem tröll að burðum , en það er þó ekkert venjulegt við hinn 218 cm háa mótherja hans í dag. Það verður afar fróðlegt að fylgjast með þeim í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu í kvöld afsakplega sannfærandi sigur á Skallagrími úr Borganesi. Bæði lið höfðu fyrir leik kvöldsins tapað þremur síðustu leikjum sínum og voru því með bakið upp við vegg. Þórsarar tóku stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu og létu hana ekki af hendi fyrr en lokaflautið gall. Þórsarar komu af krafti inn í leikinn og tóku forystuna í upphafi. Borgnesingar virtust hreinlega ekki mættir í Icelandic Glacial höllina. Um miðbik leikhlutans virtust gestirnir þó aðeins ranka við sér úr rotinu. En það dugði ekki til. Fínn varnarleikur heimamanna og skortur á mótstöðu frá gestunum hinu megin á vellinum hjálpuðu til við að koma heimamönnum í sex stiga forystu við lok leikhlutans. Nokkur vel valin orð voru látin falla á bekknum hjá Skallagrími á milli leikhluta en þau orð virðast hafa farið inn um eitt eyrað og út um hitt hjá leikmönnum. Þórsarar komu aftur af afli inn í leikhlutann, skoruðu fyrstu sjö stig hans og voru skyndilega komnir með 13 stiga forystu. Eftir því sem leið á leikhlutann hertu heimamenn tökin á vörninni og sölluðu niður skotunum hinum megin á vellinum. Mótstaða gestanna var þó ekki mikil þeim megin. Tröllatroðsla hins 218 sentímetra háa Ragnar Nathanaelssonaru um miðbik leikhlutans gaf síðan tóninn fyrir það sem á eftir kom. Borgnesingar koðnuðu niður og léku skelfilegan varnarleik. Þórsarar gengu á lagið, skoruðu 9 síðustu stig fyrri hálfleiks og þegar yfir lauk var forysta þeirra rúm 30 stig, 64-33. Sóknarleikur Borgnesinga afleitur og vörnin enn verri. Páll Axel Vilbergsson var eini leikmaður gestanna með meðvitund. Hjá heimamönnum var stigaskorunin jöfn og góð, fimm leikmenn með yfir tíu stig. Í upphafi þriðja leikhluta vaknaði smá líf í herbúðum gestanna og skoruðu þeir fyrstu 5 stig seinni hálfleiksins. Það dugði þó skammt enda Þórsarar í feiknarformi í sókninni. Mótstaða gestanna var áfram lítil á þeim enda vallarins. Þrátt fyrir skárri sóknarleik gestanna ef miðað er við annan leikhlutann þá kom það ekki í veg fyrir að heimamenn bættu við forystuna. Nemanja Sovic stráði síðan salti í sár Borgnesinga með þriggja stiga flautukorfu við lok leikhlutans. Staðan fyrir fjórða leikhluta 91-54. Ótrúlegar tölur. Aftur komu gestirnir úr Borgarnesi sterkir inn í leikhlutann og skoruðu, líkt og í upphafi þess þriðja, fyrstu fimm stig fjórða leikhlutans. Þórsarar slökuðu á í vörninni sem vakti litla hrifningu þjálfa þeirra, Benedikts Guðmundssonar. Hann tók leikhlé um leið og messaði yfir sínum mönnum. Það er ekki oft sem undirritaður hefur séð þjálfara eins reiðann sínum leikmönnum þrátt fyrir um 30 stiga forystu, en Benedikt er kröfuharður þegar kemur að varnarleik. Borgnesingar sýndu afar virðingarverða baráttu og minnkuðu muninn niður í 17 stig, 101-84, þegar þrjár mínútur lifðu leiks. En nær komust þeir ekki. Þórsarar sigldu sigrinum í örugga höfn, lokatölur 110 - 91.Þór Þ.-Skallagrímur 110-91 (28-22, 36-11, 27-21, 19-37)Þór Þ.: Nemanja Sovic 30/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 24/12 fráköst, Mike Cook Jr. 20/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 19/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 10/4 fráköst/12 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2.Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 35/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 19/5 fráköst, Oscar Jermaine Bellfield 18/4 fráköst/9 stoðsendingar, Egill Egilsson 7/10 fráköst, Davíð Guðmundsson 5, Davíð Ásgeirsson 4, Trausti Eiríksson 2, Orri Jónsson 1.Pálmi: Allir skitu í heyið Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, var að vonum afar ósáttur við sína menn eftir leik: „Ég var mjög hissa á því hvernig við mættum til leiks. Ég hef aldrei lent í þessu áður. Þeir völtuðu yfir okkur hérna í kvöld og okkur virtist bara vera alveg sama,“ sagði Pálmi við Vísi eftir leikinn. „Þeir negldu þriggja stiga körfum í andlitið á okkur trekk í trekk. Það var eins og það kæmi okkur á óvart Nemanja Sovic hitti úr opnum skotum. Þeir hirtu alla lausa bolta á meðan við stóðum bara og horfðum á." „Þeir vildu þetta bara miklu, miklu meira. Menn þurfa að taka sig saman í andlitinu og spyrja sig af hverju þeir eru í þessu, ef þeir ætla að spila svona. Páll Axel og Grétar voru þeir einu sem voru að sýna einhvern áhuga á þessu fannst mér." Borgnesingar spörkuðu aðeins til baka í fjórða leikhluta og segir Pálmi að hans menn hefðu þurft að hysja upp um sig. „Við þurftum að gera það eftir þessa skitu. Egill kom með fína baráttu í fjórða leikhluta. En við þurfum að vinna meira saman eins og lið. Ekki bara bíða eftir að aðrir geri þetta." Skallagrímsmenn tefldu fram nýjum erlendum leikmanni með reynslu úr NBA deildinni. Sá heitir Oscar Bellfield. Fannst Pálma vera NBA-bragur á nýja manninum? „Nei alls ekki. Hann var ekki að skila því sem ég vonaðist til. Ég var ósáttur við hann í þessum leik. Þetta er alls ekki honum að kenna samt - það voru allir að skíta í heyið hjá okkur." Tapið gegn Þór í kvöld var fjórða tap Borgnesinga í röð. Hvernig líst Pálma á framhaldið? „Ég er handviss á því að við munum ná að spyrna okkur við botninn núna. Ég trúi því ekki að við getum spilað verr en þetta. En ég verð þó í lokin að gefa Þór það sem þeir eiga. Þeir voru frábærir í kvöld, spiluðu saman og fundu alltaf opna manninn. Mjög flottir."Benedikt: Þeir geta allir orðið góðir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, var sáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var alveg frábær og þessi leikur vinnst bara á honum. Svo dettum við í það að verja forskotið í þriðja og fjórða leikhluta. Ég var sérstaklega ósáttur við varnarleikinn í fjórða leikhluta. Ég var að láta mig dreyma um það að menn myndu ná að halda fókus út allan leikinn varnarlega en það tókst ekki," sagði Benedikt við Vísi eftir leikinn. Páll Axel reyndist Þórsurum afar hættulegur í leiknum og skoraði 35 stig. „Hann var magnaður í þessum leik fyrir þá og er ennþá bara drullugóður leikmaður. Ef menn halda ekki einbeitingu gegn honum þá refsar hann þeim um leið. Páll Axel verður með þessa skotstroku þegar hann verður kominn yfir sextugt." Það vakti athygli að stigaskorun heimamanna dreifðist jafnt á milli leikmanna liðsins. Í hálfleik voru fimm leikmenn liðsins komnir yfir 10 stig. „Ég er ánægðastur í þessum leik með að fá framlag frá svona mörgum. Það er það sem við erum stöðugt að vinna í. Þegar það tekst þá eigum við góða leiki. Það vantar stöðugleika í þessa ungu stráka, sem er eðlilegt. Það er svo okkar hlutverk að fjölga þessum leikjum hjá þeim. Koma þeim yfir þröskuldinn úr þvi að vera efnilegir og í það að vera góðir. Baldur var til dæmis magnaður í dag með 12 stoðsendingar og 10 stig. Þeir geta þetta allir þessir strákar. " Með sigrinum í kvöld batt Þór enda á þriggja leikja taphrinu. Hvernig líst Benedikti á framhaldið? „Ég er alltaf brattur fyrir framhaldið. Við erum þannig lið að við eigum sigurinn aldrei vísan, en við erum líka þannig að andstæðingurinn á heldur aldrei sigurinn vísan gegn okkur. Ég veit í raun aldrei nákvæmlega hvað ég er að fara að fá frá mínum mönnum. Það er hluti af því að vera með ungt lið þó maður reyni að gera sitt besta til að hjálpa þeim til að blómstra í hverjum leik." „Því fleiri sem ná stöðugleika í sínum leik og komast yfir þennan fræga þröskuld, þeim mun ofar í töflunni komumst við í vor. Á þessu tímabili erum við að leggja mesta áherslu á að hjálpa leikmönnunum að þróa sinn leik, frekar en að horfa bara á töfluna." sagði Benedikt að lokum.Ragnar: Vil sýna að ég er besti miðherji deildarinnar „Við höfum verið að mæta í undanfarna leiki eins og við séum betri og höfum tapað þremur leikjum í röð. Í dag mættum við bara með hausinn í lagi og áttum frábæran leik fyrir utan fjórða leikhluta þar sem við hættum að spila vörn," sagði Ragnar Nathanaelsson, miðherjinn öflugi úr liði Þórs. „Ég var mjög sáttur við minn leik (24 stig, 12 fráköst). Ég æfði vel með landsliðinu í sumar og fékk þá góða aukaþjálfun í grunnatriðum leiksins sem mig skorti aðeins. Núna vill ég bara sanna mig og sýna að ég er besti centerinn í þessari deild." Hinn stóri og stæðilegi Grétar Erlendsson lék sinn fyrsta leik í Icelandic Glacial höllinni eftir að hafa skipt frá Þór og yfir í Skallagrím fyrir sumarið. Var frákastabaráttan hörð í teignum? „Já, ég allavega vann baráttuna í dag. Við vildum líka bara sýnna Grétari að hann gerði mistök með því að fara yfir til Skallagríms. En við mætumst aftur á sunnudaginn í bikarnum þannig að ég verð að passa mig að vera ekki of kokhraustur." sagði þessi skemmtilegi leikmaður að lokum.Leiklýsing:4. leikhl. | Lokið | Þór 107 - 88 Skallagrímur: ÁEftir þrjá skelfilega leikhluta vöknuðu Borgnesingar í þeim fjórða. Á sama tíma gaf frábær varnarleikur Þórsara eftir og á tímabili leit út fyrir að Skallagrímsmönnum væri að takast hið ómögulega. En allt kom fyrir ekki og 19 stiga sigur Þórsara staðreynd.4. leikhl. | 1 mín eftir | Þór 107 - 88 Skallagrímur: Áhlaup Borgnesinga kom of seint. Þórsarar eru að sigla þessum sigri í örugga höfn.4. leikhl. | 3 mín eftir | Þór 103 - 84 Skallagrímur: Hægt gengur en gengur samt. Borgnesingar nálgast Þórsara og nú munar 19 stigum á liðunum. Allt annað að sjá sóknarleik liðsins en á sama tíma hafa Þórsarar gefið eftir. Er tankurinn að tæmast?4. leikhl. | 4 mín eftir | Þór 99 - 79 Skallagrímur: Gestirnir halda áfram að saxa á forystu Þórsara. Hafa minnkað hana um heil 17 stig á sex mínútum. Er von?4. leikhl. | 6 mín eftir | Þór 99 - 75 Skallagrímur: Virðingarverð barátta Borgnesinga þrátt fyrir að leikurinn virðist löngu tapaður. Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara er ekki sáttur við sína menn sem hafa gefið eftir í varnarleiknum. Ekki oft sem maður sér þjálfara lesa sínum mönnum pistilinn þegar lið hans er tæpum þrjátíu stigum yfir, en Benedikt er kröfuharður.4. leikhl. | 8 mín eftir | Þór 93 - 64 Skallagrímur: Ásetningsvilla dæmd á Þórsarann Tómas Heiðar. Borgnesingar fara þvi á línuna og fá boltann. Geta lagað stöðuna en það er einfaldlega alltof lítið og alltof seint.4. leikhl. | 9 mín eftir | Þór 91 - 59 Skallagrímur: Aftur byrja Borgnesingar leikhlutann af krafti og skora fyrstu fimm stigin.3. leikhl. | Lokið | Þór 91 - 54 Skallagrímur: Þó svo að Borgnesingar hafi rumlega tvöfaldað stigaskor sitt í þriðja leikhluta samanborið við annan leikhluta þá dugði það skammt. Þórsarar léku á alls oddi í sókninni og þriggja stiga flautukarfa Nemanja Sovic kom forskoti heimamanna í 37 stig. Ótrúlegur leikur hjá Þórsurum.3. leikhl. | 1 mín eftir | Þór 86 - 51 Skallagrímur: Það hefur hægst aðeins á leiknum núna undir lok þriðja leikhluta, en Ragnar kveikir í kofanum með þriðju troðslu kvöldsins. Þessi var ágæt. Svokallað iðnaðartroð.3. leikhl. | 2 mín eftir | Þór 84 - 51 Skallagrímur: Nemanja Sovic hefur gert það að vana sínum hér í kvöld að setja niður þriggja stiga skot eftir leikhlé þjálfara - og hann brýtur ekkert út af vananum núna. 3. leikhl. | 3 mín eftir | Þór 81 - 51 Skallagrímur: Grétar með þriggja stiga körfu og Þórsarar taka leikhlé.3. leikhl. | 4 mín eftir | Þór 81 - 48 Skallagrímur: Leikurinn í ákveðnu jafnvægi enda hentar það Þórsurum ágætlega. Þeir eru í bílstjórasætinu.3. leikhl. | 5 mín eftir | Þór 78 - 45 Skallagrímur: Páll Axel heldur áfram að klóra í bakkann fyrir gestina en það er til lítils þegar varnarleikur liðsins er litill sem enginn. Þórsarar malla áfram eins og góður dísel trukkur, skila stigum í nánast hverri sókn.3. leikhl. | 6 mín eftir | Þór 74 - 42 Skallagrímur: Sóknarleikur Skallagrímsmanna enn tilviljanakenndur og samskiptaleysi leikmanna áberandi.3. leikhl. | 7 mín eftir | Þór 71 - 40 Skallagrímur: Töluvert meiri barátta í gestunum en Þórsarar gefa þó lítið eftir. Páll Axel áfram langbesti maður Borgnesinga.3. leikhl. | 8 mín eftir | Þór 68 - 38 Skallagrímur: Gestirnir koma sterkir til leiks eftir hálfleiksræðuna og skora fyrstu 5 stig seinni hálfleik. Ragnar Nathanaelsson setur fyrstu stig heimamanna - að sjálfsögðu með troðslu.Hálfleikur: Hjá heimamönnum er stigaskorun ansi jöfn. Þeir Nemanja Sovic og Mike Cook Jr. eru með 15 stig hvor, á eftir þeim koma síðan Tómar Heiðar með 12 stig og Baldur og Ragnar með 10 stig hvor. Hjá gestunum er fátt um fína drætti eins og staðan segir til um. Þar er það helst Páll Axel sem hefur farið fyrir sínum mönnum með 17 stig og fjögur fráköst. Nýi leikmaðurinn þeirra, Oscar Bellfield er með átta stig og tvær stoðsendingar.2. leikhl. | Lokið | Þór 64 - 33 Skallagrímur: Eftir leikhlé Borgnesinga tóku heimamenn í Þór 9-0 sprett. Mikil óánægja er á meðal leikmanna gestanna og reynsluboltinn Páll Axel lætur nokkur vel valin, óprenthæf, orð fljúga til félaga sinna. Það er ljóst að brekkan verður brött fyrir Borgnesinga í seinni hálfleik.2. leikhl. | 1 mín eftir | Þór 55 - 33 Skallagrímur: Nemanja Sovic nýtti hvíldina í leikhlénu vel og skellir niður glæsilegu þriggja stiga skoti fyrir heimamenn. Ekki batnar það fyrir Borgnesinga. 2. leikhl. | 2 mín eftir | Þór 52 - 33 Skallagrímur: Gestirnir biðja um leikhlé þegar tvær mínutur eru eftir af fyrri hálfleik. Ekki vanþörf á enda liðið 19 stigum undir, hafa aðeins skorað 11 stig í leikhlutanum.2. leikhl. | 3 mín eftir | Þór 50 - 31 Skallagrímur: Páll Axel dregur vagninn fyrir Borgnesinga með 17 stig, ríflega helming stiga liðsins. En þeir þurfa meira, það er ljóst.2. leikhl. | 4 mín eftir | Þór 45 - 28 Skallagrímur: Tapaður bolti hjá nýliðanum með NBA reynsluna og Þórsarar geysast fram völlinn og fá auðvelt sniðskot. Það gengur lítið upp hjá gestunum þennan leikhlutann. 2. leikhl. | 5 mín eftir | Þór 42 - 26 Skallagrímur: Gestirnir reyna allt hvað þeir geta en komast lítt áleiðis. Þórsarar bæta hægt og bítandi við forystu sína. 2. leikhl. | 6 mín eftir | Þór 37 - 24 Skallagrímur: Tröllatroðsla! Ragnar Nathanaelsson hefur sig til flugs og treður yfir Borgnesinga. Ekki mikilli gestrisn fyrir að fara þar, enda algjör óþarfi þegar inn á völlinn er komið. 2. leikhl. | 7 mín eftir | Þór 35 - 22 Skallagrímur: Sambland sterkrar varnar Þórsara og tilviljanakennds sóknarleiks Skallagríms veldur því að gestirnir eru ekki enn komnir á blað í öðrum leikhluta þegar þrjár mínútur eru liðnar af leikhlutanum. 2. leikhl. | 8 mín eftir | Þór 35 - 22 Skallagrímur: Heimamenn skora sjö fyrstu stigin í öðrum leikhluta - leika hreinlega á alls oddi. Skyndilega er munurinn orðinn 13 stig og Borgnesingar í vandræðum. 1. leikhl. | Lokið | Þór 28 - 22 Skallagrímur: Borgnesingar saxa niður muninn fyrir lok leikhlutans en heimamenn leiða þó með sex stigum. 1. leikhl. | 2 mín eftir | Þór 24 - 17 Skallagrímur: Gestirnir svara strax með þriggja stiga körfu. Ragnar hinn hávaxni fellur í gólfið svo glymur í höllinni eftir baráttu í teignum hinu megin á vellinum. 1. leikhl. | 3 mín eftir | Þór 24 - 14 Skallagrímur: Frábær leikkafli frá Þórsurum og þeir koma sér í þægilega 10 stiga forystu. Þjálfari Skallagríms biður um leikhlé samstundis.1. leikhl. | 5 mín eftir | Þór 15 - 10 Skallagrímur: Sovic með sterka þriggja stiga körfu fyrir heimamenn eftir stoðsendingu frá Baldri. 1. leikhl. | 6 mín eftir | Þór 12 - 10 Skallagrímur: Ragnar Nathanaelsson setur tvö skot niður af vítalínunni fyrir heimamenn. Alltaf skemmtileg, en þó sjaldgæf sjón, að sjá stóra menn setja niður vítaskotin sín. Skallagrímsmenn hanga í heimamönnum og hafa lagfært sóknarleik sinn aðeins.1. leikhl. | 7 mín eftir | Þór 9 - 6 Skallagrímur: Tómas aftur af línunni fyrir Þór. Nýi maðurinn í liði Skallagríms einnig kominn á blað.1. leikhl. | 8 mín eftir | Þór 8 - 4 Skallagrímur: Heimamenn sterkir á fyrstu mínútunum en Borgnesingar geta sjálfum sér um kennt. Klaufalegar sendingar í sókninni. 1. leikhl. | 9 mín eftir | Þór 2 - 2 Skallagrímur: Tómas skorar fyrstu stig heimamanna af vítalínunni en Grétar svarar um hæl hinu megin á vellinum. Leikurinn er farinn af stað.Fyrir leik:Bæði liðin hafa tapað þremur leikjum í röð og það er því ljóst að löng taphrina endar í kvöld. Skallagrímsmenn eru einnig að bíða eftir fyrsta útisigri tímabilsins. Bakvörðurinn Oscar Bellfield spilar þarna sinn fyrsta leik með Skallagrímsliðinu en hann hefur meðal annars reynt fyrir sér á sumaræfingum með NBA-liðunum Memphis Grizzlies og New York Knicks. Grétar Ingi Erlendsson snýr í kvöld í fyrsta skipti aftur á sinn gamla heimavöll en hann skipti yfir til Borgnesinga fyrir tímabilið. Í liði Skallagríms hefur Mychal Green farið fremstur í flokki í bæði stigaskorun og stoðsendingum, með 21 stig og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Borgnesingar hafa þó fengið eins og áður sagði nýjann leikmann í sinar raðir sem leikur sinn fyrsta leik hér í kvöld. Grétar Erlendsson hefur verið á frákastavaktinni með tæp níu stykki að meðaltali. Hjá heimamönnum hefur Mike Cook verið langsamlega atkvæðamestur í stigaskorun það sem af er tímabili en kappinn er með tæp 29 stig að meðaltali í leik. Íslenski risinn Ragnar Nathanaelsson hefur hinsvegar séð um að rífa niður fráköstin og nýtt til þess alla sína 218 sentímetra, með rétt rúm 12 fráköst að meðaltali í leik. Það er því ljóst að baráttan um fráköstin verður hörð hér í Icelandic Glacial höllinni á milli þeirra Grétars og Ragnars. Hinn tveggja metra hái Grétar myndi á venjulegum degi flokkast sem tröll að burðum , en það er þó ekkert venjulegt við hinn 218 cm háa mótherja hans í dag. Það verður afar fróðlegt að fylgjast með þeim í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum