Meira læknadóp í unglingapartíum María Lilja Þrastardóttir skrifar 21. nóvember 2013 18:42 Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira