Skotárás: Hreinsunarstarf lögreglu mun taka viku áður en hægt er að rannsaka vettvang nánar María Lilja Þrastardóttir skrifar 5. desember 2013 18:29 Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira