Engar úttektir á SMS-gagnagrunnum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. desember 2013 17:04 Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fulla ástæðu til þess að gera reglulegar úttektir á SMS-gagnagrunnum fjarskiptafyrirtækjanna. Það er hins vegar ekki gert. „Við teljum okkur ekki hafa haft afkastagetu til þess eða fjármuni,“ segir Hrafnkell aðspurður um hvers vegna stofnunin sinni ekki þessu eftirliti, og að það muni ekki breytast þrátt fyrir árás tyrkneska hakkarans á Vodafone um síðustu helgi: „Ekki miðað við þær upplýsingar sem ég hef úr fjárlögum fyrir 2014, eða fjáraukalögum 2013.“ Í mars í fyrra var gerð úttekt á upplýsingatæknimálum Símans fyrir Póst- og fjarskiptastofnun. Í kjölfarið sendi stofnunin Símanum átján úrbótatillögur, en engin þeirra sneri að geymslu ódulkóðaðra SMS-skilaboða sem sendar voru af vef Símans. Síminn, auk Nova, eyddi öllum gögnum um helgina í kjölfar tölvuárásar tyrknesks hakkara á Vodafone, sem lak ódulkóðuðum lykilorðum og SMS-skilaboðum viðskiptavina fyrirtækisins á internetið. Þessi úttekt var á svokölluðum umferðargagnagrunni Símans,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í samtali við Vísi. „Þar eru upplýsingar um hver hringir í hvern, hversu lengi og svo framvegis. Þessi ákvörðun laut að þeim gagnagrunni, ekki SMS-gagnagrunninum,“ segir Hrafnkell, en 42. grein fjarskiptalaga kveður á um að gögnum skuli eyða eða þau gerð nafnlaus eftir sex mánuði. Vodafone-innbrotið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fulla ástæðu til þess að gera reglulegar úttektir á SMS-gagnagrunnum fjarskiptafyrirtækjanna. Það er hins vegar ekki gert. „Við teljum okkur ekki hafa haft afkastagetu til þess eða fjármuni,“ segir Hrafnkell aðspurður um hvers vegna stofnunin sinni ekki þessu eftirliti, og að það muni ekki breytast þrátt fyrir árás tyrkneska hakkarans á Vodafone um síðustu helgi: „Ekki miðað við þær upplýsingar sem ég hef úr fjárlögum fyrir 2014, eða fjáraukalögum 2013.“ Í mars í fyrra var gerð úttekt á upplýsingatæknimálum Símans fyrir Póst- og fjarskiptastofnun. Í kjölfarið sendi stofnunin Símanum átján úrbótatillögur, en engin þeirra sneri að geymslu ódulkóðaðra SMS-skilaboða sem sendar voru af vef Símans. Síminn, auk Nova, eyddi öllum gögnum um helgina í kjölfar tölvuárásar tyrknesks hakkara á Vodafone, sem lak ódulkóðuðum lykilorðum og SMS-skilaboðum viðskiptavina fyrirtækisins á internetið. Þessi úttekt var á svokölluðum umferðargagnagrunni Símans,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í samtali við Vísi. „Þar eru upplýsingar um hver hringir í hvern, hversu lengi og svo framvegis. Þessi ákvörðun laut að þeim gagnagrunni, ekki SMS-gagnagrunninum,“ segir Hrafnkell, en 42. grein fjarskiptalaga kveður á um að gögnum skuli eyða eða þau gerð nafnlaus eftir sex mánuði.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira