"Harmsaga veiks manns“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. desember 2013 14:43 „Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
„Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira