Árbæingar slegnir, upplifðu mikla ógn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2013 18:50 Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira