Talinn fíkniefnasali eftir Vodafone-leka Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2013 15:41 Eyjólfur. Skilaboð hans um nýtt spil voru umsvifalaust túlkuð sem svo að Eyjólfur stæði í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Kári Eiríksson Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira