Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. desember 2013 20:00 Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira