Fá gullplötuna afhenta í Efstaleiti Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. desember 2013 15:13 Börn Loka, plata Skálmaldar frá því í fyrra, hefur selst í meira en fimm þúsund eintökum. mynd/vilhelm Önnur breiðskífa Skálmaldar, Börn Loka sem kom út 2012, hefur rofið gullplötumúrinn og selst í yfir fimm þúsund eintökum hér á landi. Formleg afhending gullplötunnar fer fram í höfuðstöðvum RÚV, en það var hljómsveitin sjálf sem óskaði eftir því. „Í fyrsta lagi viljum við þakka óskaplega vel fyrir okkur, þetta er með ólíkindum, og ekkert sjálfgefið að jaðartónlist á borð við okkar hljóti náð fyrir eyrum almennings,“ segir í tilkynningu frá Skálmöld. „Í upphafi, þegar flestir höfðu sjálfsagt stimplað okkur sem durta og hávaðaseggi, var það Rás 1 sem reið á vaðið. Víðsjá hafði þá stutta umfjöllun um Skálmöld, tilurð og textagerð, og spilaði að endingu lag með okkur. Og þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld hljómaði í útvarpi, takið eftir því. Rásin hefur síðan reglulega fjallað um okkur, en Rás 2 þó sennilega enn meira.“ Sveitin segir grundvöll fyrir gullplötunni vera stuðning fólks sem flest kynntist tónlist sveitarinnar, með beinum eða óbeinum hætti, fyrir tilstuðlan RÚV. „Fyrir hljómsveit sem kemur skakkt á meginstrauma vinsældarútvarps væru engir ljósvakavegir færir í átt til almennings án RÚV. Í ljósi þess að þessa gleðistund á ferli Skálmaldar ber upp á tíma niðurrifs og –lægingar útvarpsins okkar, höfum við borið upp þá ósk að formleg afhending fari fram innan veggja í Efstaleitinu. Með þessu viljum við auðvitað sýna þakklæti en ekki síður lýsa formlega yfir skýlausum stuðningi við RÚV, og mótmælum jafnframt harkalega yfirstandandi niðurskurði og dónaskap. Takk RÚV, þú ert snillingur!“Afhending gullplötunnar fer fram klukkan 16.30 á morgun í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1. Skálmöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í nóvember. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Önnur breiðskífa Skálmaldar, Börn Loka sem kom út 2012, hefur rofið gullplötumúrinn og selst í yfir fimm þúsund eintökum hér á landi. Formleg afhending gullplötunnar fer fram í höfuðstöðvum RÚV, en það var hljómsveitin sjálf sem óskaði eftir því. „Í fyrsta lagi viljum við þakka óskaplega vel fyrir okkur, þetta er með ólíkindum, og ekkert sjálfgefið að jaðartónlist á borð við okkar hljóti náð fyrir eyrum almennings,“ segir í tilkynningu frá Skálmöld. „Í upphafi, þegar flestir höfðu sjálfsagt stimplað okkur sem durta og hávaðaseggi, var það Rás 1 sem reið á vaðið. Víðsjá hafði þá stutta umfjöllun um Skálmöld, tilurð og textagerð, og spilaði að endingu lag með okkur. Og þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld hljómaði í útvarpi, takið eftir því. Rásin hefur síðan reglulega fjallað um okkur, en Rás 2 þó sennilega enn meira.“ Sveitin segir grundvöll fyrir gullplötunni vera stuðning fólks sem flest kynntist tónlist sveitarinnar, með beinum eða óbeinum hætti, fyrir tilstuðlan RÚV. „Fyrir hljómsveit sem kemur skakkt á meginstrauma vinsældarútvarps væru engir ljósvakavegir færir í átt til almennings án RÚV. Í ljósi þess að þessa gleðistund á ferli Skálmaldar ber upp á tíma niðurrifs og –lægingar útvarpsins okkar, höfum við borið upp þá ósk að formleg afhending fari fram innan veggja í Efstaleitinu. Með þessu viljum við auðvitað sýna þakklæti en ekki síður lýsa formlega yfir skýlausum stuðningi við RÚV, og mótmælum jafnframt harkalega yfirstandandi niðurskurði og dónaskap. Takk RÚV, þú ert snillingur!“Afhending gullplötunnar fer fram klukkan 16.30 á morgun í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1. Skálmöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í nóvember.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira