Viðskipti erlent

Zuckerberg selur hlutabréf fyrir 270 milljarða

Boði Logason skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi og einn stærsti eigandi Facebook, ætlar að selja hlutabréf í samskiptamiðlinum að andvirði 2,3 milljarða dala. Það eru um 270 milljarðar íslenskar krónur.

Talið er að Zuckerberg muni nota peningana til að greiða niður skattaskuld. Facebook ætlar að selja 27 milljón hluta í fyrirtækinu en það var tilkynnt í dag.

Eignarhlutur hans í Facebook fer úr 58,5% í 56,1% með sölunni á hlutabréfunum.

Nánar á vef Standard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×