Handbolti

Meiddist í fótbolta

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
mynd/valli
Aron Rafn Eðvarðsson var ekki með á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla í stóru tá hægri fótar. Gömul meiðsli tóku sig upp í fótbolta á æfingu í gær en Aron reiknar ekki með að þetta stoppi hann frá þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Danmörku í janúar.

„Það er vandræðalegt að segja þetta en ég fékk aðeins í tána. Ég fékk þvagsýrugigt, kristalsgigt, í tána í fyrra og missti af tveimur leikjum með Haukum. Ég fór í sprautur eftir það en hef aldrei náð mér almennilega í liðnum.

„Svo var það að sjálfsögðu fótbolti, ég varði og fékk skot framan á tána og þá bólgnaði upp allur liðurinn. Svo bætti Arnór Atla um betur og skaut líka í tána á mér, í handbolta. Það er ástæða þess að ég sit og horfi á í dag,“ sagði Aron Rafn markvörður.

„Ég æfi ekkert fyrr en eftir áramót í Þýskalandi. Ég hvíli í dag og á morgun, borða bólgueyðandi og vonandi fer þetta þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×