App vikunnar 5. janúar 2013 08:00 RunKeeper Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Endalaust úrval er af þessum öppum en hér er aðeins tekið fyrir eitt og er það RunKeeper, sem skráir upplýsingar um æfinguna þína um leið og þú ferð út að hlaupa, hjóla eða ganga. Appið virkir GPS-staðsetningarkerfi símans og merkir hlaupaleiðina inn á kort, skráir hversu hratt þú hljópst hvern kílómetra og mælir jafnvel brenndar kaloríur. Hlustir þú á tónlist á meðan þú hleypur lætur hvetjandi rödd þig reglulega vita hversu langt þú hefur hlaupið og á hversu löngum tíma. Appið er einfalt í notkun og krefst ekki neinna upplýsinga um þig nema tölvupóstfangs svo þú getir skráð þig inn sem notandi. Þú getur síðan stillt hverju þú deilir með öðrum notendum forritsins, sem telja meira en tólf milljónir manns um heim allan. Appið heldur síðan utan um allar æfingarnar þínar svo að hægt er að nálgast gömul hlaup og hlaupatíma aftur í tímann. Ef maður skráir sig síðan inn á vefsíðu RunKeeper má nálgast allar upplýsingar um hlaupin sín á vefnum. Einnig má skoða upplýsingar annarra notenda þar. Nýlega kynnti framleiðandi forritsins nýjung í uppfærslu þar sem hægt er að setja sér markmið. Appið lætur þig svo vita hversu vel þér gengur að ná settum markmiðum. Einnig má nálgast í nýrri uppfærslu appsins nokkrar æfingaáætlanir sem settar hafa verið saman af reyndum þjálfurum. Þar er appið búið að gera æfingadagskrá fyrir þig, fyrir næstu vikur og mánuði. Það er tilvalið fyrir þá sem til dæmis dreymir um að hlaupa 10 kílómetra, hálfmaraþon eða maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Fleiri álíka forrit má finna á verslunum snjallsímanna. Má þar nefna Endomondo, sem er einnig vinsælt meðal Íslendinga. Þar má til dæmis hlaupa eftir fyrir fram ákveðnum hlaupaleiðum sem notendur hafa skráð. Tækni Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
RunKeeper Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Endalaust úrval er af þessum öppum en hér er aðeins tekið fyrir eitt og er það RunKeeper, sem skráir upplýsingar um æfinguna þína um leið og þú ferð út að hlaupa, hjóla eða ganga. Appið virkir GPS-staðsetningarkerfi símans og merkir hlaupaleiðina inn á kort, skráir hversu hratt þú hljópst hvern kílómetra og mælir jafnvel brenndar kaloríur. Hlustir þú á tónlist á meðan þú hleypur lætur hvetjandi rödd þig reglulega vita hversu langt þú hefur hlaupið og á hversu löngum tíma. Appið er einfalt í notkun og krefst ekki neinna upplýsinga um þig nema tölvupóstfangs svo þú getir skráð þig inn sem notandi. Þú getur síðan stillt hverju þú deilir með öðrum notendum forritsins, sem telja meira en tólf milljónir manns um heim allan. Appið heldur síðan utan um allar æfingarnar þínar svo að hægt er að nálgast gömul hlaup og hlaupatíma aftur í tímann. Ef maður skráir sig síðan inn á vefsíðu RunKeeper má nálgast allar upplýsingar um hlaupin sín á vefnum. Einnig má skoða upplýsingar annarra notenda þar. Nýlega kynnti framleiðandi forritsins nýjung í uppfærslu þar sem hægt er að setja sér markmið. Appið lætur þig svo vita hversu vel þér gengur að ná settum markmiðum. Einnig má nálgast í nýrri uppfærslu appsins nokkrar æfingaáætlanir sem settar hafa verið saman af reyndum þjálfurum. Þar er appið búið að gera æfingadagskrá fyrir þig, fyrir næstu vikur og mánuði. Það er tilvalið fyrir þá sem til dæmis dreymir um að hlaupa 10 kílómetra, hálfmaraþon eða maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Fleiri álíka forrit má finna á verslunum snjallsímanna. Má þar nefna Endomondo, sem er einnig vinsælt meðal Íslendinga. Þar má til dæmis hlaupa eftir fyrir fram ákveðnum hlaupaleiðum sem notendur hafa skráð.
Tækni Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira